Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 201
ÍSLENZKAR BOKMENTIR EPTIR SIÐSKIPTIN
167
merkari skáld á þessarí tíð fram að
stríðslokum. Vér viljum bæta hér
við einni bók, sem kom út 1919, en
er rituð á síðustu tíu árum á undan.
Hún bendir bæði aptur og fram í
bókmentunum og er tengdust hinni
“rómantísku” ljóðagerð samtímans,
en í sögum er hún mikil nýjung.
Það er smásögusafnið “Fornar ást-
ir” eftir Sigurð Nordal. Höfundur-
inn, sem nú er prófessor við Há-
skóla íslands, hefur ritað margt um
íslenzkar bókmentir, og verður það
ekki rakið hér.
í “Fornum ástum” eru 4 smá-
sögur með vanalegu móti, en auk
þess brot af Ijóðum í óbundnu máli,
er mynda eina söguheild. Heitir
sú “saga’’ Hel, og ber hún langt af
hinum.
Söguhetjan í Hel er eins konar
Don Juan og er saga hans eins og
glermynd, feld saman úr mörgum
brotum. Lesandinn eygir atvikin í
móðu, staður og stund hverfa í æf-
intýraheim ljóðanna. Söguhetjan,
Álfur frá Vindhæli, hraðar sér frá
einni reynslu til annarar, einni konu
til annarár; líf hans er eilíf leit.
Hann á ekkert til nema líðandi
stund, líf hans allt eru samhengis-
laus augnablik. Og þegar alls er
gætt, á hann heldur ekki hina líð-
andi stund sökum minninga fortíð-
arinnar og vona framtíðarinnar.
Hann leitar, en hann leitar ekki til
að finna, því að hann veit að til að
eignast eitt, þarf að hafna mörgu.
Og það þolir hann ekki, getur ekki
bundið sig við eitt, vill eiga allt —
og eignast því ekkert.
Hel er mestmegnis hugleiðingar
—en þær eru óvenjulega höfgar af
lýrik, heitri, litauðugri. Stfllin er
fágaður eins og skyggður steinn,
og mun varla finnast fegri íslenzka
á þessari öld.
Af íslendingum þeim, sem ritað
hafa austanhafs skáldsögur á er-
lendum málum, ber mest á tveim-
ur: Gunnari Gunnarssyni og séra
Jóni Sveinssyni. Er Gunnar kunn-
astur á Norðurlödum, en séra Jón
á Þýzkalandi. Það er ekki tilgang-
ur minn hér að lýsa þessum mönn-
um, sem með þessu móti hafa borið
nöfn ættlands síns út um lönd. Séra
Jón, sem fór ungur að aldri frá ís-
landi og gerðist Jesúitiskur prestur,
eys úr endurminningum um landið,
þar sem hann dvaldist í æsku, og
einfeldni og hreinleikur einkennir
frásögn hans. Gunnar hefir aptur
á móti við og við komið til íslands
aptur, en þó kennir þess glögglega í
sögum hans, sem lýsa nærri
því alltaf íslenzku lífi, íslenzkum
mönnum, að hann er orðinn gestur
í föðurlandi sínu. Einkum skortir
á að umhverfið (milieu) í sögum
hans sé rétt. En margar af sög-
unum eru aptur á móti vel gerðar
frá sjónarmiði listarinnar.
Eins og áður var getið, fékk leik-
listin, og þar með leikskáldskapur-
inn, nú miklu betri kosti en áður.
Leiklistinn losnaði við skólann, sér-
stakt leikfélag var stofnað, áhorf-
endafjöldinn óx og á allan hátt juk-
ust möguleikarnir. Hagur félagsins
var þó ekki nógu góður til að mikið
gæti orðið úr þessu, viðunandi hús-
rúm vantaði. Og leikendurnir gátu
ekki gert leiklistina að aðalstarfi
sínu, heldur urðu að hafa hana í