Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 210
176
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
tillagi. Fyrstu fjárlögin námu 212,
000 kr., og allur landslýðurinn var
einar 70,000 manns. Þannig leit
hér um bil út í landi voru eftir 6
alda erlenda yfirdrottnan, er vér
tókum við því aftur.
Og hver er svo árangurinn af
starfi voru þau 55 ár, sem síðan eru
liðin? Eg mun reyna að lýsa því
lítillega í því, sem hér fer á eftir.
En ég vil biðja lesendur mína að
gera sér ekki of háar vonir. Því
að ekki verður vænst mikils af ein-
um 103,000 manns, sem byggja 103,
000 fh. k. m. subarktískt land, þótt
það sé þvínær umflotið af Gölf-
strauminum og því miklu hlýrra en
búast mætti við.
I landi eins og íslandi, þar sem
miklar eru fjarlægðir manna á milli
og allskonar farartálmar, svo sem
eyðisandar, fjöll og heiðar og foss-
andi elfur, og þar sem órólegt haf
brimar fyrir öllum ströndum, voru
bætt samgöngutæki eittlivað af því
allra nauðsynlegasta. Hvernig er á-
statt í þessu efni nú ?
Vér höfum þegar byggt þjóðvegi
urn 2000 km. á lengd. Og allar
stærstu ár landsins eru þegar brú
aðar. Vér eigum nú 6 stórar hengi-
brýr úr járni yfir stærstu árnar; 26
aðrar járnbrýr og 117 járnbeton-
brýr, og á hverju ári byggjum vér nú
vegi og brýr fyrir allt að hálfri milj.
króna. Nú eru hinar gömlu hesta-
lestir, sem áður fóru fram og aftur
um landið, því nær horfnar; í stað
þeirra komu í fyrstu hestvagnar, en
nú á síðustu 10—15 árum nýtísku-
bílar, flestir frá Ameríku. Af járn-
brautum hefir enn ekkert verið lagt
urn landið og ekki víst nema vér
hlaupum alveg yfir þær, í bílana ein-
vörðungu og í loftförin.
Við sjóinn hefir eitthvað svipað
átt sér stað. Á björtum sumarnótt-
um er það létt verk og unaðslegt að
sigla með ströndum ísl., en á haust-
in og þó einkum á hinum löngu
dimmu vetrum, þegar hríðir ganga
og háir brimgarðar rísa fyrir strönd-
um, eins og til dæmis á Suðurland-
inu, þar sem þar að auki eru hafn-
leysur og stórir eyðisandar, er sigl-
ingin ákaflega hættuleg. Árið 1874
var ekki einn einasti viti til á ís-
landi, en 1. desember 1878 var sá
fyrsti reistur á suðvestur horni
landsins; og 1. desember 1928, voru
vitarnir umhverfis landið orðnir 51
að tölu og auk þess ein radiostöð á
hinni stórhættulegu suðurströnd en
þokulúðurstöð fyrir hinum þoku-
ríku Austfjörðum, 35 hafnarljós og
auk þesa mörg sjómerki og leiðar-
stikur með sæluhúsum á hinum
eyðilegu söndum Sunnanlands. Er
lendir fiskimenn, sem stunda veið-
ar viö strendur íslands, kynnu ef til
vill að geta sagt frá því, hversu
mörgum mannslífum hefir verið
bjargað á síðustu árum með þess-
um ráðstöfunum.
Fyrir 1900 liöfðum vér ekkert fast
samband við umheiminn, en 1906
var lagöur sæsími frá Shetlandseyj-
um til Seyðisfjarðar (á austurströnd
landsins) og síðan höfum vér ofið
sarnan hangandi net ritsíma og
raddsíma yfir landið. Þann 31. des.
1925 voru 195 talsímastöðvar í
landinu og 5 loftskeytastöðvar og
einmitt á þessu ári umlykur tal-
sími gjörvalt landið. Árið 1925 var
símalengdin liðugir 8000 km., en í