Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 69
ILíífgSiOfSaffMr ísl©ffffdlaini^si 40 f©rffna
Eftir
Dr. Guðm. Finnbogason
Einliver elzta og merkasta heim-
ild um lífsskoðun íslendinga hinna
fornu eru Hávamál, sem talin eru
frá 10. öld e. Kr. Við lestur þeirra
•er þó margs að gæta. Hávamál
eru ekki eitt samfellt kvæði, heldur
safn af kvæðum og kvæðabrotum,
ýmislegs efnis. Sum erindin eru
torskilin og mikið um það deilt,
hvernig skýra skuli. Röðin virðist
sumstaðar liafa raskast nokkuð og
nýjum erindum ef til vill aukið inn
á stöku stað. Hvert erindi er sér
um mál og hugsun, lieild út af fyrir
sig. Lífsskoðun Hávamála verður
því að finna með líkum hætti og ef
vér hefðum margar perlur, hverja
með sínu einkennilega ljósbliki,
dregnar á band af handahófi. Vér
mundum taka þær af bandinu og
raða þeim eftir skyldleika þeirra,
svo að fram kæmi sem eðlilegust
röð eða heild. Með þessu er ekki
gert lítið úr þeirri umgerð og röð.
sem erindin hafa fengið í Hávamál-
um. Svo sem kunnugt er, miðar
höfundur fyrsta og merkasta kvæð-
isins lífsreglur sínar oft við gest,
sem ber að garði á ókunnum stað.
Hn þeim, sem læsi kvæðið fyrst og
fremst frá þessu sjónarmiði, gæti
vel farið svo, að liann teldi það aðal-
lega leiðarvísi í mannasiðum og
fyndist þá líklega réttara að halla
sér heldur að nýrri kennslubók í
þeim vísindum. Það mun að vísu
«ngin tilviljun, að Hávamál tala svo
margt um gestinn. Á vit manns,
lífsspeki og vald yfir sjálfum sér
reynir mest, þar sem hann stendur
einn meðal ókunnugi’a og verður
eingöngu að treysta sjálfum sér. Og
raunar er gesturinn sönn ímynd
mannkynsins. “Útlendir og gestir
erum vér — eins og allir vorir
feður’’ svo sem Davíð kvað að orði
forðum. Framtíð hvers manns er
jafn óviss og gestsins, sem drepur á
ókunnar dyr, en aldrei hefur hún
verið óvissari en á víkingaöldinni,
öld hins óbundna hnefaréttar. Það-
an er runninn hinn þungi undir-
straumur varúðarinnar í Háva-
málum:
Gáttir allar,
áðr gangi fram,
um skygnask skyli; (1)
eða:
Vápnum sínum
skala maðr velli á
feti ganga framar; (38)
eða:
Ár skal rísa
sá er annars vill
fé eða fjör hafa (58)
eru allt heilræði, sem sprottin eru af
sérstökum aldarhætti og bregða
upp mynd af honum. En ef vér vilj-
um finna kjarnan í lífsskoðun Háva-
mála, verðum vér fyrst og fremst að
athuga það, sem miðað er við mann
eðlið sjálft og því getur komið til
greina á hvaða öld sem er.
Ekkert einkennir lífsskoðun betur