Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 250
216
TÍM'ARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
litiö en hingaö til hefði verið gert. Ósk-
aði hann að þeir heimsækTi ættjörðina sem
-bræður.
Tón Gillis gerði breytingartillögu og Dr.
Sig. Júl. Jóhannesson studcli er svu
hljóðar:
Samkvæmt fengnum upplýsingum, þá
sjáum vér ekki, að vér getum eða höfum
getað bætt kjör Ingólfs Ingólfssonar að
nokkru leyti. En sökum þess, að það er
ekki víst að það verði ætið þannig, þá
leggjum vér til, að þeirri bendingu forseta
félagsins sé tekið, að sjóðurinn sé lagður
á banka sem sérstakur sjóður og varið ein-
tingis Ingólfi Ingólfssyni til hjálpar.
Forseti kvað þessa tillögu ekki geta kom-
ið til greina með þvi, að hún væri að efni
til hin sama og aðal tillagan. Lét hann
þó. með leyfi þingsins, að þeirri beiðni til-
lögumanna að bera tillöguna upp. Var
hún feld við atkvæða greiðsluna.
Bending kom frá Sigfúsi Halldórs frá
Höfnum og Árna Eggertssyni, lögfræðingi
að við 'síðustu orð aðaltillögunnar sem
hljóðaði svo: að færa eftirstöðvar sam-
skotafjársins á sérstökum lið í reikning-
um félagsin's,” sé bætt orðununv “undir
nafninu: Varnarsjóður Ingólfs Ingólfsson-
ar.” Veittu tillögumenn þá breytingu
fúslega.
Var þá gengið til atkvæða unt aðal til-
löguna. Báðu fulltrúar deilda um lavfi
til að nota atkvæðisrétt samkvæmt skír-
teinum sínum frá deildum, sem auðvitað
var veitt. Féllu atkvæði þannig, að tillag-
an var samþykkt með 232 atkvæðum.
Ekkert atkvæði var 'greitt á móti.
Þá var heillaóska símskeyti lesið af for-
seta frá Swedish Canadian League til
Þjóðræknisfélagsins, er svo hljóðaði:
To the cnovention of the Icelandic Pat-
Tiotic Leagtie, care of Rev. R. E. Kvaran,
796 Banning St., Winnipeg, Manitoba:—
Expressing our greetings to your con-
vention with hopes of good results from
same, we also desire to congratulate you
wpon your rnotion for a Scandinavian
Home and want to assure you of our most
sincere appreciation for vour initiative.
Swedish Canadian League,
per Carl E. Rydberg, Sec’y.
Var skeytinu fagnað með lófaklappi.
Fundi frestað til klukkan 2 e. h.
Þingið kom sarnan klukkan 2 e. h. Fund--
argerð síðasta fundar lesin og samþykkt
með bendingu um broytingu á orðalagi
vissrar frásagnar.
Með því að þetta var á þriðja degi frá
þingse'ningu, fór nú frarn stjórnarnefnd-
arkosning fyrir næstkomandi ár, er þann-
ig lauik:
Fyrir forseta voru útnefndir Sigfús
Halldórs frá Höfnum og séra Jónas A.
Sigurðsson. Hlaut séra Jónas A. Sigurðs
son kosningu.
Fyrir vara-forseta voru útnefndir Sig-
fús Halldórs frá Höfnum og séra Ragnar
E. Kvaran. Hinn fyrnefndi afsakaði sig
og var því séra Raignar E. Kvaran kosinn
í einu hljóði.
Fyrir ritara voru útnefndir Stefán Ein-
arsson og dr. Rögnvaldur PéTirsson.
Afsakaði liinn fyrnefndi sig svo dr. Rögn-
valdur Pétursson var endurkosinn í einu
hljóði.
Vararitari var endurkosinn í einu hljóði
séra Rúnólfur Marteinsson.
Fjármálaritari endurkosinn Halldór S.
Bardal.
Varafjármálaritari Stefán Einarsson.
Fóhirðir endurkosinn Árni Eggertsson.
Varaféhiröir Bergþór E. Johnson.
Skjalavörður Ólafur S. Thorgeirsson.
Yfirskoðunarmenn reikninga félagsins
voru kosnir B. B. Olson og W. Jóhannsson.
Nú var aftur tekið fyrir álit fræðslu-
mála milliþinganefndarinnar er frá var
horfið er skýrsla Árna Eggertssonar lög-
fræðings kom fyrir þirtg'ið. Álitið var
rætt lið fyrir lið og var komið að 4. lið
er því var frestað. Var sá liður sam-
þykktur, einnig 5., 6., 7., 8. og 9. liður.
En viðvíkjandi 9. lið álitsins, er fjallaði um
skógræktarmálið, lagði Sigurgeir Sigrva'lda
son til og Ari Magnússon studdi, að 5
rnanna milliþinganefnd sé skipuð til að