Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 110
76
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
Sagan er rituð skömmu eptir við-
burðina.
í sambandi við Noregskonunga-
sögur verður að geta um aðrar sög-
ur um erlend efni. — Færeyinga
saga segir frá viðburðum og deil-
um á Færeyjum á ofanverðri 10 öld
og fram á 11. öld. Orkneyinga saga
eða Jarlasögur greina frá Orkney-
ingum. Eyjarnar voru byggðar frá
Noregi á 9. öld og komust undir
yfirráð Haralds hárfagra, en jafnan
voru í þeim jarlar af sömu ætt.
Sagan hefst á frásögn um bygging
Noregs, greinir síðan sögu jarlanna
frá upphafi fram til um 1170. Orkn-
eyinga saga er mjög merkileg; hún
ber vitni um nákvæma þekking á
staðháttum í Orkneyjum. Hún mun
rituð um 1200. — Jómsvíkinga saga
segir frá hinum einkennilega fél-
agsskap danskra víkinga, er höfðu
búið um sig í kastala í Wollin í
Pommern. Þeir fóru herferð til Nor-
egs 986 og hugðust að leggja landið
undir sig, en voru gersigraðir af
Hákoni jarli. Sagan er ýkt mjög,
en aðaldrættirnir þó sannir, og frá-
bærlega vel sögð á köflum. — Úr
sögu Danmerkur er Knytlinga saga,
frá síðari hlut 10. aldar til um 1190;
hún er aö nokkru rituð eptir dönsk-
um munnmælum og kvæðum hirð-
skálda, en um viðskipti Dana og
Norðmanna er byggt á eldri Nor-
egskonungasögum. Sagan er rituð
á seinni hluta 13. aldar. Miklu eldri,
fiá um 1200, er Skjöldunga saga,
algerlega þjóðsagnaleg frásaga um
Danakonunga frá forneskju fram á
10. öld. Sagan er nú glötuð að öðru
leyti en því, að til er stytt latnesk
þýðing frá lokum 16. aldar.
Þá er ógetið um þann sagnaritara,
er ber hæzt í íslenzkum bókmennt-
um, Snorra Sturluson. Hann var
fæddur 1179, sonur Sturlu í
Hvammi, sem áður var getið.
Þriggja ára gamall fór hann í fóst-
ur til Jóns Loptssonar í Odda, liins
mesta höfðingja, sonar-sonar Sæ-
mundar fróða og dóttursonar Magn-
úsar berfætts Noregskonungs. í
Odda var frá dögum Sæmundar
annálað lærdómssetur, og er þang-
að að rekja fræðimennsku Snorra.
Snorri fékk ungur göfugt kvonfang
og mannaforráð; hann gerðist
liöfðingi mikill og stórauðugur og
komst til hinna hæstu metorða.
Dætur hans fjórar giftust hinum
mestu höfðingjum og höfðingjaefn-
um, svo að fyrir frændastyrk og
mága hefði Snorri mátt ráða lögum
og lofum á íslandi. En honum varð
minna úr afla sínum en vænta
mátti, frændur hans margir snér-
ust gegn honum og þrír tengdasyn-
ir hans skildu við konur sínar og
urðu fjandmenn hans fullkomnir,
sem raun bar síðar vitni. Snorri
fór á fund Hákonar Noregskonungs
og fékk hina mestu sæmd af honum.
Lofaði hann þá að stuðla til þess, að
ísland gengi konungi á hönd, en
gerði ekkert til þess að efna það lof-
orð. Löngu síðar sá hann sinn kost
vænstan að fara utan og leitaði til
konungs. Eptir tveggja ára dvöl í
Noregi vildi Snorri hverfa heim, en
konungur neitaði honum um farar-
leyfi, og fór Snorri í banni hans.
Gerði konungur þá vinum sínum á
íslandi orð að taka Snorra af lífi,
og var hann veginn að heimili sínu,
Reykholti, aðfaranótt 23. sept. 1241.