Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 263
AUGLÝSINGAR
er sameinuöu þjóöeignarhugmyndina og samvinnufélagsskapinn er geröur
var ábyrgöarfullur fyrir öllu saman. Lögöu s'jórnirnar fram fé til bygg-
ingar kornlyftum, er ábyngst var meö veöskuldabréfum bændafélaganna.
Mun sú reynsla, er kom i ljós við rekstur kornlyftanna í Manitoba hafa ollið,
að þetta fyrirkomulag var valiö. Lög voru afgreidd í þingunum. Kornlyftu-
samvinnufélag Saskatchewan var stofnað 1911 (The Saskatchowan Co-
operative Elevator Company), en Kornlýftu Samvinnufélag Alberta bænda 1913
(The Alberta Farmers’ Co-operative Elevator Comþany). Þau ákvæði voru
í lögunum, aö þar sein nógu margir bændur væru, í sama héraði, er koma vildu
upp sameignar kornlyftu og ketypt hefðu hlutabréf fyrir byggingarkostnaði,
skvldi stjórnin lána úr fylkissjóði allt að 85% af því sem kornlyftan kostaði
gegn ákveðnu veði og skyldi lániö endurgreiðast i árlegum afborgunum á 20
ára fresti. Með þessu fyrirkomulagi var hægt að reisa kornlyituna á 15%
af uppborguðu hlufafé, og með því var ábyrgð einstaklingsins sett sem skil-
yrði fyrir framförum og viðgangi hins sameiginlega félagsskapar yfir allt
fylkið. Þessi kornlyftu samvinnu-félagsskapur bænda, er hrundið var af
stokkunum um það leyti er innflutningur var sem mestur og landnám sem
ahnennasti,—óx ag dafnaði á óskiljanlega skömmum tíma, SaskatchAwan-
félagsskapurinn einkum, græddi stórfé og lagði fyrir drjúgan varasjóð.
Á hið fjórða stigið komst hrey'fing þessi á árunum næstu eftir stríðið,
er verð á öllum landbúnaðarafurðum varð mjög á reiki. Á stríðsárunum
1917—18, hafði kornkaupanefnd Sambandsstjórnarinnar sett fast verð á allt
hveiti er notað var heimafyrir eða flutt burt úr landinu, og var allur afgangur
frá heimanotun seldur hveitikaupafélagi Sambandsþjóðanna. Árið 1919 setti
Sambandsstjórnin í Ottawa á fót .hveitikaupa sarnlag, lögskipað, er taka skyldi
á móti öllu hveiti er álitist gæti markaðsvara. Á-tti að selja allt í samlö|g-
um og jafna verði, og úthluta hverjum eftir því sem hann lagði inn. Þessu
þorðu bændur ekki að hlýta enda fór markaðsverð þá mjög á ringulreið, og
varð því til annara ráða að taka.
í stað þessarar lögskipuðu samlagsssölu, er höndla átti allt hveiti er
framleitt var í landinu og öllum var skylt að heyra til varð til annara ráða
að gripa. Með stofnun Bændasambandsins í Alberta (The United Farmers
of Alberta) seint á haustinu 1923 og Alberta hveitisölu sarulagsins (The
Alberta Wheat Pool) var stiigið síðasta—fimmta—og þýðingarmesta sporið og
samlagssölu-félagsskapurinn stofnaður. Á sama hátt og kröfurnar 1911,
um þjóðeign kornlvfta, leiddu til þess að reistar voru sameignar kornhlöður
bændafélaganna á næstu árum, svo fylgdi kröfunum á árunum 1920 og 1923,
um að Samibandsstjórnin skipaði allsherjar kornsölunefnd, er tryggja skyldi
íramleiðendum fast og viðunandi söluverð, frjáls samtök meðal bænda til að
selja í sameiningu allar kornafurðir. Með þessari stofnun fylkjasamlaganna
1924 í Saskatchewan og Manitoba, ag stofnun sameiginlegrar útsöludeildar
fyrir öll fvlkja samlöigin til þess að afstýra 'hugsanlegri samkeppni milli
fylkja samlaganna og til þess að ná fullkomnara valdi yfir markaðinum, var
fullnaðartakmarkinu náð. Rekin áfram af utanaðkomandi öflum, er jtöfuðu
af hinum hraðlækkandi hveitimarkaði og þeirn auknu fjárhagsvandræðum er
bændum var steypt í, breiddist samvinnu hugmyndin út hröðum skrefum.
Talsmenn hennar fóru krossferð um landið, og svo mikið kapp var lagt á að
fá bændur til að innrita sig og skuldbinda sig til að selja kornafurðir sínar
igegnum samlagið að nú er svo kornið að þrír bændur af hverjum fimm innan
Sléttuf)dkjanna eru gengnir i félagið.