Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 175
ÍSLENZKAR BÓKMENTIR EPTIR SIÐSKIPTIN
141
er réttlátt, þegar verið er að ræða
um bókmentir íslendinga á 18. öld,
að hlaupa yfir ævisögu séra Jóns
Steingrímssonar.
Jón Steingrímsson (1728-1791)
var Norðlendingur að ætt og upp-
runa, en fluttist snemmendis til
Suðurlands og var seinast prestur á
Prestsbakka á Síðu. Margt dreif
á daga hans, en hið mikilfengleg-
asta af því öllu var Skaftáreldur,
hið ægilegasta eldgos, sem yfir ís-
land hefur komið síðan landið bygð-
ist. Það var 1783. Bráðið hraun-
io rann eins og fljót niður yfir byggð
ina og lagði undir sig allt, sem fyrir
var, bæði kvikt og dautt. Tók þá
af fjölda bæja. Þessu fylgdi ösku-
fall svo mikið, að mest af fénaði
dó. Verzlunarástandið var þá, svo
sem fyr var greint, hið versta, og
má geta sér þess til, hversu fór
með fólkið, sem bjó í grend við eld-
svæðið. Sumir flosnuðu upp af
jörðum sínum, aðrir dóu úr hungri
eða sjúkdómum. í þessum hörm-
ungum kom bezt í ljós hvílíkur mað-
ur séra Jón Steingrímsson var.
Hann gerði hvortveggja, hjálpa
mönnum með ráðum og dáð og
hugga með guðsorði. Hann var
jafnmikil hetja og trúmaður.
Ævisögu sína ritar Jón á efri ár-
um sínum og er hún ætluð börnum
hans. Hann veit, að honum er ó-
hætt að treysta þeim, og fyrir því
segir hann frá meiru en annars
hefði orðið. Ævisaga Jóns Stein-
grímssonar er jafn elskulegt og að-
laðandi verk og Píslarsaga séra Jóns
Magnússonar er hryllileg. Einfeldni
og einlægni einkennir alla söguna,
séra Jón er karlmenni með barns-
hjarta. Smáskrítnin í fari hans
kemur ekki síður í ijós en óbilandi
liugrekkið — hann tilgreinir mjög
smásmugulega, ef maður hefur selt
honum dýrt næturgreiða. Hann
tekur allt alvarlega—og heiptrækni
hans er heiptrækni barnsins. En
rauði þráðurinn í öllu lífi séra Jóns
er trúin, sterk og innileg. Hennar
þurfti hann mjög við, og án hennar
hefði hann varla verið slík hetja
sem hann var. Sancta simplicitas-
liefur verið sagt að væri einkenni
séra Hallgríms. En það á miklu
fremur við um séra Jón Steingríms-
son.
Áður en skilist er við þetta tíma-
bil, verður að geta þess mannsins,
sem telja má, að mest beri á í bók-
menntum íslendinga á síðasta ára-
tug 18. aldar og fram á hina 19. Það
er Magnús Stephensen (1762-1833).
Hann var menntaður á Evrópuvísu
og gerðist hinn mesti frömuður upp-
lýsingarinnar á íslandi. Hann var
einn af livatamönnum að stofnun
Landsuppfræðingarfélagsins (1794)
og forkólfur þess á meðan það starf-
aði, ritaði allra mann mest í tímrit
þess(Minnisverð tíðindi og Klaustur
póstinn) og nokkuð af öðrum bók-
um, sem það gaf út. Með þessum
tímaritum eru prentsmiðjurnar í
fyrsta sinn látnar hjálpa til að fræða
landsmenn á því, sem gerist í öðr
um löndum. — En Magnúsi varð þó
ekki eins mikið ágengt og hann
hafði vonað. Til þess að breiða út
kenningar þarf að skilja þá, sem við
þeim eiga að taka. Það gerði
Magnús ekki. Menntun hans var
einhliða, erlend. Hann vantaði
þjóðlega fótfestu. Hann berst á.