Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 221
VESTUR ÍSLENDINGAR
187
urlanda búar þá afla-aðferð suð-
rænna þjóða, einkum eftir að þegn-
um Norðurlanda fjölgaði og þröngt
gerist í búi hjá þjóðum, er fátt
kunnu til iðnaðar og akuryrkju, en
bygðu fremur ófrjó og köld lönd.
Má lesa frekari upplýsingar um þau
efni í “Northern Antiquities,” by
M. Mallett og Bishop Percy.
Á þeirri tíð — 9. öld, — varð her.
skár konungur, Haraldur Hálfdán-
arson, auknefndur hinn hárfagri,
einvaldur í Noregi. Beytti hann
grimd mikilli og yfirgangi við lands-
menn. Risu þá upp margir liinna
ágætustu höfðingja meðal Noregs-
manna, létu af hendi óðul sín og
flýðu land fyrir ofbeldi og harð-
stjórn Haralds konungs. Höfuð
landnám þeirra manna var ísland.
Stofnuðu þeir þar lögfoundið lýð-
veldi, á árunum 874 til 930. Stóð
lýðveldi þeirra hartnær fjögur
hundruð ár, en þjóðþing,, sem hófst
930 er háð enn í dag, og minnist
þjóðin þessa þúsund ára afmælis
26. júní, 1930. Var lýðveldi íslend-
inga og lög þess gersamlega ein-
stætt á þ’eirri tíð. Hið sama mætti
segja um sagnritan, skáldskap og
menningarlíf íslendinga í þann tíð.
Stóð andlegt líf íslendinga í blóma
á lýðveldistímanum. En þar kom,
að ýms áfelli ömuðu þjóð og landi.
Sú saga verður þó ekki hér rakin.
En enginn þekkir né skilur til hlítar
nútíðarmanninn er nefnist Vestur-
íslendingur, er alls ekkert veit um
fortíð hans né foreldri. Er þessa
hér getið til skilningsauka á upp-
runa og eðli Vestur-íslendinga. Eru
þeir afkomendur og erfingjar hinna
frægu fornaldarmanna er fyrstir
bygðu ísland, námu Grænland,
og fundu fyrstir hvítra manna Am-
eríku. Eðli hinna eldri landnáms-
manna á níundu og tíundu öldum
leyndist ávalt síðan í íslenzku þjóð-
lífi. Gullaldarsögurnar íslenzku um
frægð feðranna og drengskap,
reyndist það móðurbrjóst, er ól þá
útþrá, er gat af sér landnemana
íslenzku í Vesturheimi. Skapgerð
sú, er auðkennir alment Vestur-
islendinga, sver sig greinilega í
ættina til söguhetjanna. Og án
þeirra sagna hefðu íslendingar tæp-
ast lifað á þennan dag, ekki lagt
út í landnámið hér vestra, og sízt
reynst jafn þjóðnýtir með erlend-
um þjóðum sem raun ber vitni.
Hin nýja öld í þjóðlífi íslendinga
hefst um miðja nítjándu öldina.
Vakning umheimsins ýtir við hinni
íslenzku öndvegisþjóð, er um all-
langt skeið hafði legið í dvala.
Frelsisbarátta Frakka, sem íslend-
ingar höfðu lengi litið á sem fyrir-
myndarþjóð, boðuðu, um það skeið,
nýja tíð. Bergmál frá nágranna-
þjóðum Norðurlanda eggjaði þá
einnig íslenzka menn, til að heimta
aftur frelsi og frægð fornaldarinn-
ar. Útgáfur blaða og bókagerð
eykst. Lestrarfýsn alþýðu fær nýj-
an þrótt. Ljóðum skáldanna fjölgar
og þau verða landfleyg. Þjóðin upp-
götvar sinn dýrmæta þjóðsagna-
auð. Sögurnar frá landnámi og
lýðveldistíma, fylgja í alþýðu út-
gáfum. Þjóðin finnur fjörkippi
frægðaráranna í taugum og til-
finningalífi. Hin forna frelsisþrá
rís upp í þjóðarsálinni. Bækur og
blöð verða að skólum. Uppfræðing
alþýðunnar margfaldast. Einokun-