Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 189
ÍSLENZKAR BOKMENTIR EPTIR SIÐSKIPTIN J
15S
skóla og stundaði guðfræðinám.
Hann var síðan prestur um skeið,
en þess á milli ritstjóri. Árið 1900
fékk hann lausn frá prestsembætti
með fullum launum. Hann var
víðförull maður, fór oft til útlanda
og fylgdist vel með tímanum. Hann
dó 1920.
Rit hans eru mikil að vöxtum og
margvísleg að efni. Um ferðir sín-
ar hinar meiri ritaði hann ferða-
sögu (Chicagoför mín, frá Dan-
mörku) og æfisögu sína hefir hann
ritað. Hann hefir þýtt kynstrin
öll úr erlendum málurn, bæði í
bundnu máli og óbundnu; er þar
helzt að nefna leikrit eptir Shake-
speare (Hamlet, Macbeth, óthelló,
Rómeó og Júlía), Manfreð eptir
Byron, Brand eptir Ibsen, Frið-
þjólfssögu eptir Tégner, Sögur her-
læknisins eptir Z. Topelius og fjölda
kvæða. Sjálfur hefir hann frum-
samið mikið af einstökum kvæðum,
ljóðbálka — er þar einkum að nefna
Grettisljóð — og leikrit. Munum
vér nú fjrrst minnast nokkuð á
kvæði hans sem eru miklu ágætust
af verkum hans og sýna mannin
bezt.
Mikill fjöldi af kvæðum séra Matt-
híasar eru bundin við einhvern á-
kveðinn atburð, eru tækifæris-
kvæði. Hann hefir ort fjölda erfi-
ljóða, brúðkaupskvæða, hátíða-
ljóða, ættjarðarljóða. Stundum
mistekst honum, en optar skapar
hann sérkennilega hluti. “Samúð
hans er svo rík að heita má, að
erfiljóð hans sé jafnólík og menn.
irnir, sem hann orti um’’ (Nördal).
Og hvernig ættjarðarljóð hans geta
orðið sýnir kvæðið “Ó guð vors
lands,’’ sem orðið er að þjóðsöng
undir hinu stórfagra lagi Svein-
bjarnar Sveinbjarnarsonar. Það
kvæði er ort fyrir hátíðina 1874,
þegar þúsund ár voru iiðin frá upp-
hafi íslands byggðar. Matthías
tekur sér yrkisefni úr 90. sálmi
Davíðs og þjóðsöngurinn verður að
lofsöng um drottin allsherjar:
Fyrir þér er einn dagur sem
þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir,
eitt eilífðar smáblóm með titrandi
tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.’’
Séra Matthías er eldheitur trú-
rnaður. Trúarkvæði hans geta
dregið arnsúg svo mjög, að slíks
sé ekki að leita nema hjá stórhöfð-
ingjum sálmakveðskaparins. En
eins opt birtist í trúarljóðum hans
barnið, sem hefir ótakmarkað trún-
aðartraust. Bjartsýni hans var ó-
bilug og trú hans á mannsandann
og göfgi hans. En rétttrúaður
Lútherssinni er Matthías ekki.
Það hefir verið sagt um Mátthías:
“Fáir hafa lifað eins fast með sam-
tíð sinni eins og hann; hann hefur
sungið um flest, blítt og strítt, sem
íslandi hefir borið til handa um
hans daga.” (Árni Pálsson). En um
leið er hann bundinn fortíðinni
föstum böndum. Hann getur
sjaldan lýst fegurð staðar án þess
að minnast á sögu hans, og honum
er sagan jafnan mjög tiltæk. Sum
beztu kvæðin eru um löngu liðna
atburði og menn, svo sem kvæði
um Hallgrím Pétursson og Eggert
Ólafsson. Hann yrkir undir flest-
um háttum, sem tíðkast hafa á ís-