Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 228
194
TIMARIT ÞJO.ÐRÆKNISFFXAGS ISLENDINGA
Pálsson, annað íslenzkt skáld, dauð-
ann, að hvað hina enskumælandi í-
búa borgarinnar og granna skáld-
sins snerti, hefði hann einsvel mátt
eiga heimili í Afríku sem í Winnipeg.
Stephan G. Stephanson var ein-
kennileg og lifandi mynd íslenzkra
gáfna. Aldrei gekk hann einn dag
i skóla, eins og það er alment skilið.
En frá hans hendi hafa komið út
Ijóðmæli í 5 bindum. Birtist hann
þar sem eitt liið fremsta skáld hinna
bezt mentu meðal íslendinga, bæði
á íslandi og hér vestra.
Engum vafa er það undirorpið.
að áhrif Vestur íslendinga, í ritum
og ræðum, hafa á ýmsan hátt
lirundið á stað nýjum straumum í
hugsun og lífi heimaþjóðarinnar.
Nær það bæði til hins andlega og
starfslega þroska, sem auðsær er á
íslandi. Og tæplega er það hend-
ing ein, að umheimurinn, einkum
hinar enskumælandi þjóðir, fara
fyrst að gefa Íslandi og íslenzkri
menning verulegan gaum, eftir að
íslendingar fluttust til Ameríku og
tóku fyrir alvöru til starfa hjá Vest-
urheims þjóðum. Heimsfrægar
fornaldar bókmentir íslendinga
txáðu endur fyrir löngu til nokkurra
úrvalsmanna um allan heim. Þjóð-
hátíðin 1874, er getið var, reyndist
auglýsing fyrir ísland meðal nokk-
urra þjóða, er áður gengu í van-
þekking framhjá íslandi og Íslend-
ingum. En í Vestur íslendingum
fékk fyrst þorri stórþjóða heimsins
áþreifanlega vitneskju um áður ó-
þekta þjóð. Eg lít því á Vestur
islendinga, nálega hvern mann með.
al þeirra, sem lifandi auglýsing fyrir
ísland og íslenzka mannfélags-
kosti. Þetta, sem hér er sagt, á
ekki við afburðamenn og leiðtoga
eina, heldur við vestur íslenzkan al-
menning. Sú hefir orðið reyndin
á, að íslendingar hér vestra hafa
áunnið sér hylli hérlendra manna.
Gáfnafar þeirra er metið, verkum
þeirra er treyst og orð þeirra talin
sem veð.
Vestur Islendingar hafa ekki
gleymt trúarbragðahlið tilveru sinn-
ar. Meðal þeirra eru starfandi tvö
kirkjufélög. Nálægt 11,000 Vestur
íslendingar tilheyra þeim kirkju-
deildum samkvæmt skýrslum þeirra.
í rauninni fylgja þeim þó fleiri að
málum, er sökum fjarlægðar og
annara orsaka standa utan kirkju.
Árlega verja þessir kirkjumenn um
$56,000.00 til starfrækslu safnaðar-
málanna einungis í heimahögum. Eg
hefi talið saman 60 íslenzkar kirkj-
ur, reistar hér á þessum frumbýlis-
árum. Þær kunna að vera fleiri.
Sumar þeirra eru virtar á $80,000.00
Auk kirkna sinna eiga Vest-íslend-
ingar fjölmörg samkomuhús, bóka-
söfn og nokkur prestsetur. Þá
starfrækja þeir gamalmennahæli og
Academy, hvorttveggja í Manitoba.
Eignir þeirra tveggja stofnana,
skuldlausar, nema sem næst $132,-
000.
Þorri Íslendinga, er til Ameríku
fluttu, voru þá öreigar. Hér vestra
hefir þolgæði þeiira og reglusemi
komið þeim að góðu haldi. Búa
þeir nú alrnent við bættan hag.
Ýmsir þeirra eru efnamenn, en aðrir
fara með umsjá á stór viðskiftum og
meiriháttar byggingum. Fátítt
mun, að Vestur íslendingar séu
kendir við fjánbrögð né lagabrot.