Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 120
86
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFBLAGS ÍSLENDINGA
hann þá kynt sér kirkjuskipunina
rækilegar, enda er þar komið ann-
að hljóð í strokkinn. Sjálf kirkju-
skipunin er að vísu ekki nefnd á
nafn í bréfinu, og hefir biskup senni-
lega gert það, til þess að gefa ekki
hirðstjóra höggstað á sér. En
biskup beinir í bréfi þessu skeytum
sínum að kenningu Lúters, sem
með kirkjuskipuninni skyldi hér
lögfesta og fer hann þar hinum
hörðustu orðum um þessa “nýju
villu og vantrú,” sem hér sé á ferð-
um og ekki sé hlýðandi á nokkurn
máta, enda sé hún á móti guðs og
manna lögum. Hann fyrirbýður
öllum og sérhverjum í Skálholts-
biskupsdæmi að halda með hinni
nýju kenningu þar til “hingað í
land komi bréf af páfalegu valdi og
keisaralegu majesteti,’’ sem bjóði
að veita henni viðtöku. Það, sem
annars segir í bréfi þessu, sýnir ber-
lega, að hinn aldraði biskup hefir
liaft mjög óljósar hugmyndir um
innihald hinnar nýju kenningar og
enn minni skilning á því, af hvaða
rótum þessi nýja hreyfing væri
runnin.
Sem nærri má geta, þá gast hirð-
stjóra konungs úti hér lítt að öðru
eins skrifi og þessu, jafn magnað
og það var af heift í garð hins
nýja siðar. Með því voru allar
vonir um góðar undirtektir af hálfu
hins aldraða Skálholtsbiskups að
engu gerðar, enda taka nú erinds-
rekar konungsvaldsins að hafa í
frammi ýmiskonar ójöfnuð, sem þeir
höfðu forðast hingað til. Meðal
annars slá þeir nú eign sinni á rík-
asta klaustrið í landinu, Viðeyjar-
klaustur, og unnu þar ýmsa óhæfu
á varnarlausu fólki klaustursins.
Og þegar spurt var um heimild
þeirra til slíkra aðfara, þá sumpart
báru þeir fyrir sig skipun frá
konungi, sem vafalítið var upp-
spuni einn, en sumpart svöruðu
þeir illu einu til aðfinninga biskups
á Alþingi þá um sumarið (1539).
Sönnx skil ætluðu þeir vafalaust að
gera öðrum klaustrum landsins.
Þess vegna hélt umboðsmaöur
hirðstjórans, Þjóðverjinn Didrich
af Minden, austur í sveitir um sum-
arið í þeim tilgangi að ná tveim
klaustrum í Skaftafellssýslu á sitt
vald. En á leiðinni kom hann við f
Skálholti til þess að skaprauna hin-
um aldraða biskupi. En þar fóru
svo leikar, að landsetar biskups
fóru að umboðsmanni og drápu
hann og sveina hans, þó án þess að
biskup ætti nokkura sök á því.
Áður en Alþingi var slitið þetta
sumar hafði Ögmundur biskup skor-
að á ábóta og kennimenn, sem
staddir voru á Alþingi, að kjósa sér
eftirmann í biskupsembættið. Af
aðtektum konungsmanna í Viðey
hefir hann þóst geta ráðið, að meiri
stórræði stæðu fyrir dyrum en hann
væri maður til að standa í, háaldr-
aður og blindur. Varð Gissur Ein-
arsson fyiúr kjöri og hefir hann
vafalaust verið kjörinn að áeggjan
Ögmundar biskups svo sem sá er
kunnugur væri orðinn öllu því,
er laut að stjórn kirkjunnar mála
þar í biskupsdæminu. Gaf Ög-
niundur biskupi hinum kjörna eft-
irmanni sínum hin beztu meðmæli
til konungs sem “unnara guðs orðs
til þess að guðs orð og hið heilaga
evangelíum mætti vera vel meðtek-