Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 109
SAGNARITUN ISUENDINGA
75
sunnanlands um 1250. — Þorgils
saga skarða er mjög nákvæm æfi-
saga Þorgils bróðursonar Sturlu
sagnaritara. — Utan Sturlunga
sögu er varðveitt Árons saga Hjör-
leifsonar, er mjög kemur við sögu
Guðmundar byskups Arasonar.
* * *
NOREGSKONUNGA S Ö G U R.
Þess var áður getið, að Sæmundur
fróði hefir ritaö á Latínu og Ari
fróði á íslenzku um Noregskonunga
og lagt þannig grundvöll að seinni
Noregskonungasögum. — Eftir
miðja 12. öld ritar Eiríkur Oddsson
sögu Noregs frá 1130 og sennilega
til 1161; er rit hans glatað, en
seinni sagnaritarar hafa stuðst mjög
við það. Karl Jónsson ábóti í Þing-
eyraklaustri (d. 1213) dvaldi í
Noregi nokkur ár eptir 1185; ritaði
bann þá upphaf sögu Sverris kon-
ungs Sigurðarsonar (d. 1202) og
segir í formála sögunnar, að kon-
ungur hafi sjálfur sagt fyrir, “hve
rita skyldi' eðr hvernig setja skyldi’’.
Síðan hvarf Karl ábóti aftur til ís-
lands og reit þar allan síðari hluta
sögunnar. Sagan er mjög nákvæm
og hlutdrægnislaust rituð,- Tveir
munkar í klaustri Karls ábóta, Oddr
Snorrason og Cunnlaugr Leifsson
(d. 1218) hafa ritað sögu ólafs kon-
ungs Tryggvasonar, báðir á Latínu.
Saga Odds er til í þýðingu, en sögu
Gunnlaugs höfum vér ekki sér-
staka, heldur einungis kafla úr
henni sem hluta af hinni meiri ól-
afssögu. Um sama leyti, eða nokkru
fyr, hefir verið rituð saga ólafs
helga hin elzta, og eru til nokkur
brot úr henni. Auk þessara sagna
munu fleiri konungasögur hafa
verið skráðar á 12. öld, sem nú eru
glataðar, en yngri sagnaritarar hafa
stuðst við og ritað eptir, svo sem
saga um Haarld konung hárfagra.
Auk æfisagna einstakra konunga
tóku menn snemma að setja sam-
an yfirlit um sögu Noregs frá 9.
öld og fram á 12. öld. Elzt og styzt
sh'kra rita er Ágrip af Noregskon-
ungasögum, sem svo hefir verið
nefnt, frá lokum 12. aldar; upphaf
og niðurlag vantar, en ritið mun
hafa náð frá Haraldi hárfagra til
1177, er Sverrir konungur hefur til-
kall til ríkis. Ágrip byggir að nokk-
uru leyti á eldri konungasögum, en
að sumu leyti á munnlegri frásögn;
höfundurinn er íslendingur, en rit-
iö sennilega orðið til í Noregi. —
Norkinskinna er nafn á handriti,
sem á eru konungasögur frá Magn-
úsi góða (1035 tilll77); niðurlagið
vantar og enn fleiri blöð, en til eru
handrit, sem stafa frá Morkin-
skinnu meðan hún var lieil. Þessi
saga er mjög nákvæm og vel sögð;
í henni eru á víð og dreif fjöldi
þátta um íslendinga. Frumrit Mörk-
inskinnu mun vera frá um 1220. —
Fagrskinna heitir enn sagnarit um
Noregskonunga frá Hálfdáni svarta,
föður Haralds hárfagra, til 1177;
liöfundurinn hefir mjög notað
kvæði hirðskálda sem heimildir.
Sagan mun færð í letur um 1225.—
Böglungasögur greina frá valda-
streitu og ófriði í Noregi eptir 1204;
sagan er til í tveimur mismunandi
útgáfum, önnur nær til 1208, hin
til 1217. Lengri útgáfan er að mestu
glötuð á íslenzku, en hefir varð-
veizt í danskri þýðing frá um 1600.