Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 81
UKSSKOÐANIR ISLENDINGA TIL FORNA
47
lifandi veru er um tvennt að keppa:
annars vegar um viðhald lífsins
sjálfs, hins vegar um efling þess
þróun. Úrlausnarefni mannkyns-
ins hefir á öllum öldum verið það
að finna skipulag, er veitti hverjum
manni þetta tvennt: öryggi lífsins
og tækifæri til heiðþróunar. Fél-
agsskipun forfeðra vorra var skamt
á veg komin. Einstaklingurinn
varð á liverri stundu að vera búin
til varnar. Hið eina skjól var “frænd-
garðurinn,” ætt stóð gegn ætt, er
á einstakling var ráðist. Hefnd-
arlögmál forfeðra vorra miðaði
að viðhaldi lífs og réttar einstakl-
ingsins, með því að láta engum
haldast uppi að sníða svo kvist af
annars ættarmeiði, að sjálfs hans
yrði ekki jafn mikið skertur í stað-
inn. Hefndin átti að halda uppi
jöfnuði í viðureign ætta og einstakl-
inga og þar með kenna hverjum
manni, að það svaraði ekki kostnaði
að vega að öðrum. Hver einstakur
maður með ætt sína að baki sér var
þannig fæddur lögregluþjónn. Og
þegar dæmt er um þau hermdar-
verk, sem unnin voru í þjónustu
hefndarinnar, verður að muna, að
þau voru sama eðlis og lögreglu-
þjónsins nú á dögum, er hann legg-
ur lífið í sölurnar til að gera skyldu
sína. En hefndin var og er tvíeggj-
að sverð, því að framkvæmd hennar
hlaut og hlýtur oft að valda ójöfn-
uði.
Af því að lífið var þannig oft bar-
átta manns gegn manni, ættar við
aett, varð hreystin frumdygðin og
hugleysið, bleyðimenskan sá löstur,
er menn vildu sízt láta á sér sitja.
En hugsjón heiðursins óx í skjóli
hreystinnar, því að fulla hugprýði
er ekki unnt að sýna nema með því
að leika fyrir opnum tjöldum og
taka afleiðingunum af því, að allir
viti, hvað maður hefir gert. Þaðan
er runninn hinn mikli munur, er
fornmenn gerðu á vígi og morði,
ráni og þjófnaði, bermæli og rógi,
og jafnframt hitt, að ekki þótti
sæma að vega að konum, börnum
og öðrum lítilmögnum. Til þess
þurfti ekkert liugrekki, og það var
ójöfnuður. Þar skildi milli drengs
og níðings.
í raun of veru er hin forn-íslenzka
mannshugsjón íþróttamanns h u g-
sjón. íþróttamaðurinn 1 e g g u r
stund á íþrótt sína sjálfrar hennar
og sjálfs sín vegna. Hann temur
og stælir líkama og sál til þess eins
að geta leyst af höndum það, er
hann setur sér fyrir. Það er hans
eins og barnsins:
kaupið hæsta að heimta í
hverju verki: að orka því.
Gildi lífsins verður fólgið í þvi
að finna máttinn í sjálfum sér og
beita honum af fremsta megni. En
íþróttamaðurinn keppir alltaf bein-
h'nis eða óbeinlínis við aðra, því að
þar er maður manns mælikvarði.
Af því leiðir skarpa athygli á kost-
um og löstum keppinautanna.
Um þá ber raun vitni. Það elur upp
réttdæmi, enda getur enginn niðr-
að keppinaut sínum nema gera
minna úr sjálfum sér um leið, og ef
til vill er ekkert augljósara í fari
fornmanna en einmitt vilji þeirra að
láta féndur sína og keppinauta
njóta sannmælis: