Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 193
ISLENZKAR BÖKMENTIR EPTIR SIÐSKIPTIN
159
ríki. 1912 er Bókmenntafélagið
flutt fyrir fullt og allt til íslands.
Með Sambandslögunum 1918 missa
Islendingar sérrétt til styrks í Kaup-
mannahöfn — mestur hluti þeirra
nemur í Reykjavík, fáeinir fara til
Kaupmannahafnar, aðlrir út um
lönd, til Þýzkalands, Englands eða
Frakklands. Allt ber hér að sama
brunni, áhrif Kaupmannahafnar
þverra.
Annað fyrirbrigði er vert að at-
huga, sem nú gerir vart við sig.
Nokkrir íslenzkir höfundar taka að
rita á erlendum málum. Auk séra
Jóns Sveinssonar (sem ritar á
Þýzku) og einstöku íslendinga í
Vesturheimi (er rita á Ensku) er
hér sérstaklega að geta þeirra
manna, sem ritað hafa bsekur á
Dönsku— annaðhvort eingöngu eða
þannig, að bækurnar koma út á
báðum málum, Dönsku og íslenzku.
Svo er um leikritaskáldin Jóhann
Sigurjónsson og Guðmund Kamb-
an, ljóðskáldið Jónas Guðlaugsson
og sagnaskáldin Gunnar Gunnars-
:son og Kristmann Guðmundsson
(ritar á Norsku). Það sem þessum
mönnum hefur gengið til, þarf eng-
rmi getum að að leiða. Það er hið
sama, sem olli ferðum víkinganna
til annara landa: vonin um fé og
frama. En ekki er ólíklegt, að
þessi andlegi brottflutningur til
liinna annara skandinavisku þjóða
sé nú á þrotum. Hann er meðal
síðustu leifanna af óeðlilegum
tengslum íslendinga við aðra smá-
þjóð.
ísland hefur þá á síöustu árum í
bókmenntalegum og menningarleg-
iim efnum verið að gerast óháð og
sjálfstætt. Nokkurum áhrifum
hefur það sætt frá útflytjendum í
Vesturheimi. En vegalengdin hef-
ur þó verið svo mikil og samgöng.
ur svo óbeinar, að þessara áhrifa
hefir ekki gætt til mikilla rnuna.
íslendingar í Ameríku hafa liaft
meðal sín slíkt skáld sem Stephan
G. Stephansson, og hann hefur verið
mjög vinsæll á íslandi. í Vestur-
heimi hafa verið um skeið ýmsir
þeir, sem hafa getið sér frægð í
bókmenntum heimalandsins (svo
sem Einar Hjörleifsson Kvaran og
Jón Ólafsson).
Þó að vér teljum, að menning-
arástand landsins á þessum tíma
hafi valdið mestu um breytingar á
bókmenntum og öðru andlegu lífi
íslendinga, þá er þó ekki rétt að
gera lítið úr þeim straumum í er-
lendum bókmenntum samtíðarinn-
ar, sem hafa haft áhrif á íslenzk
skáld. Ber þar fortakslaust mest
á natúralismanum , sem fyrst kem-
ur fram í tímaritinu Verðandi 1882.
Útgefendurnir eru fjórir íslenzkir
stúdentar í Kaupmannahöfn: Hann-
es Hafstein, Gestur Pálsson, Einar
Hjörleifsson Kvaran og Bertel E. Ó.
Þorleifsson.
Um þessar rnundir stóð í Dan-
mörku hinn mesti styr um rithöf-
undinn Georg Brandes, sem barðist
fyrir miklum nýjungum í bókmennt-
um og allri lífsskoðun. Hann berst
fyrir natúralismanum móti róman-
tíkinni, sem þá var fyrir löngu orðin
kyrstæð og óholl í Danmörku, fyrir
frjálsri hugsun móti rétttrúnaði,
af hverju tagi sem var, fyrir rót-
tækni í pólitík og siðum móti van-
ans valdi. Var hinn mesti úlfa-