Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 179
ÍSLENZKAR BÖKMENTIR EPTIR SIÐSKIPTIN
145
málblæ hinna síöustu alda á und
an, heldur er þetta tært eins og
bergvatn. Fornyrðin stinga ekki í
stúf við annað, allt er samræm, lif-
andi heild. Það er ekki hægt að
rekja með rökum, hve mikið róman-
tisku skáldin eiga Sveinbirni að
þakka um stíl og málfegurð.
Elzta rómantiska skáld íslands,
Bjarni Thorarensen, er eldri en svo,
að liann hafi lært af Sveinbirni og
þeim Bessastaðamonnum. Hann má
telja að skáldgáfum og andlegri
stórmensku meðal hinna ágætustu
skálda, sem verið hafa á íslandi.
Bjarni er fæddur 1786 og ólst
hann upp á Hlíðarenda í Fljótshlíð.
Má sjá þess glögg merki í kvæðum
hans, hvílík áhrif þessar fornfrægu
slóðir hafa haft á barnshuga hans.
Hann fer 1803 til Kaupmannahafnar
og stundar þar laganám í fjögur ár.
Nokkru síðar fer hann til íslands og
er dómari við Landsyfirréttin í
Reykjavík um skeið. 1833 verður
hann amtmaður yfir Norður- og
Austuramtinu og gegnir því em-
bætti til dauðadags (1841).
Eptir Bjárna liggur eitt lítið
bindi af ljóðum. En þau eru svo á-
gæt og sérkennileg, að þar má varla
eitt missa sig. Þar fer saman feg-
urð og mannvit, stórfenglegt ímynd-
unarafl og djúp tilfinning.
Að forminu til er Bjarni tíma-
mótamaður, en þó þannig, að hann
stendur nær hinum nýja tíma. Hon-
um er ósýnt um rím og hann nýtur
sín bezt, þegar hann notar foma,
auðvelda, órímaða háttu. Þar er
líka málið hreinast, og er eins og
endurnýjungin komi þaðan og
breiðist út til annara kvæða. En
þegar hann notar rímaða háttu,
koma minjar 18. aldarinnar fram,
málið er ekki eins fagurt, og áherzl-
ur máls og háttar fara ekki æfin-
lega sem bezt saman.—Skáldskap-
armálið er að breytast hjá honum.
Kenningum er mjög að fækka og
halda flest önnur skáld 19. aldar
hina sömu braut. Þau vilja gera
skáldskapinn hreinan og einfaldan
og þeim finnst kenningin vera ó-
fögur, óskáldleg.
Bjarni var gæddur miklum lífs-
krafti. Hann var gleðimaður mik-
ill, ef svo bar undir, en á hinn bóg-
inn var skapið viðkvæmt og undir-
aldan var alvörugefni, jafnvel þung-
lyndi. Hann gat verið mjög hæð-
inn og var þá stundum eins og bros
hans væri blandað sársauka. Kem-
ur þetta. allt fram í kvæðurn hans.
Háð hans og gaman kemur mest
fram í lausavísum hans. Stundum
er það aðeins létt glettni, svo sem í
kvæðinu Freyjukettir, þar sem hann
lýsir þeim hættum, sem mönnum
eru búnar, ef þeir horfa um of í
augu kvenna. Það kvæði er allt
þrungið kattarhreyfingum, ef svo
má að orði kornast, mjúkum, fölsk-
um, viðsjálum.
Miklu meira ber þó á karlmann-
legri alvöru. Karlmenska Bjarna
kemur fram í nærri hverju kvæði.
Þar sem flest önnur skáld láta sér
nægja, að dreyma um liernað í forn-
öld, yrkir Bjarni hergönguljóð. í
kvæðinu ísland lofar hann landið
fyrir stórkostlega og eyðilega feg-
urð, fjarstöðu þess og harðneskju,
sem hafi verndað þjóðina frá vellyst,
læpuskaps ódyggðum. Því kvæði
lýkur hann svo: