Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 151
ÁHRIF ÍSLŒvNZRRA BÓKMENNTA
117
þá mun síðar meira rætt), og að
lokum breyttust hugmyndir alþjóð-
ar um sögu Norðurlandaþjóða við
lestur sagnarita Þormóðar Torfæus
(1636—1719).
Störf þessara afbragsmanna
liöfðu þó eigi áhrif á þjóðlegar bók-
mentir þeirra eigin tíma eða þjóða.
Er undan eru skildar fáeinar þýð-
ingar, þá rituðu þeir mest á latínu
og voru lesendur þeirra fræðimenn
einir. Og eigi verður þess vart, að
tekið hafi að kenna áhrifa íslenzkra
bókmenta á skáldskap bræðraþjóð-
anna fyr en komið er fram á síðari
hluta átjándu aldar. Hið ágæta
skáld Dana, Jóhannes Ewald (1743
—1781) valdi sér norræn yrkis-
efni í höfuðritum sínum, en lánað
liafði hann þau frá Saxo en eigi
fornsögunum.
Adam Öhlenschlager (1779—
1850) varð fyrstur danskra skálda
til þess að viðurkenna skáldlegt gildi
fornbókmenta vorra og nota það
sjálfur til mikilla muna, og með því
að hann var talinn höfuðskáld Dana
á sínum tíma, þá urðu áhrif hans
djúptæk, ekki einungis í Danmörku
heldur og utan hennar. Sérstak-
lega urðu margir merkir sænskir
rithöfundar er uppi voru samtímis,
fyrir áhrifum frá honum. Urðu goð-
sagnir Norðurlanda honum hvöt
til þess að rita “Ferð Þórs,’’ “Guðir
Norðurlanda,’’ “Baldur liinn góði”
—göfugan sorgarleik, grískan að
ytra formi en norrænan að anda—
og allmörg smærri kvæði. í hinar
rómantísku sögur sótti hann yrkis-
efnin í “Helgi,” “Yrsa,’’ “Hróars
saga,’’ “Hrólfur kraki’’ og “Ragnar
loðbrók,’’ og er það alt tengt munn-
mælum úr sögu Danmerkur. Hér
er kvæðaflokkurinn um örlög Helga
konungs vafalaust það ágætasta
skáldlega afrek, er liggur eftir skáld
á Norðurlöndum. Auk þessa ritaði
hann einnig “Velentssaga” og
“Örvar Oddssaga’’—hvorutveggja í
óbundnu máli, og styðst hið fyrra
rit við Eddu-kvæði, en hið síðara
við sérstaka rómantíska sögu.—En
í Velentssögu kennir mjög áhrifa
frá rómantískum skáldum þýskum,
sérstaklega Tieck. í Örvar-Odds-
sögu sækir Öhlenschlager meira í
eigin barm, enda má enn lesa þá
sögu sér til ánægju. Þá hefir Öhlen-
schlager einnig tekið yi'kisefni úr
íslenzkum bókmentum í þjóðsagna-
kvæði sín. En einkum er þó anda-
gift hans mögnuð af þeim í leik-
rita-kveðskap hans. Auk goðsagna-
sorgarleiksins “Baldur liinn góði,”
sem þegar hefir verið getið um,
saimdi hann heilan flokk le'ikrita
um söguleg efni. Meðal þeiira má
geta um “Hákon jarl’’ og “Væringj-
arnh’ í Miklagarði,” og er yrkisefn-
ið í þeim úr Heimskringlu Snorra,
“Palnatóki’’ úr Jómsvíkingasögu,
“Kjartan og Guðrún” úr Laxdælu
og “Landið týnda og endurfundna’’
úr Eyrbyggjasögu um Björn Breið-
víkingakappa, sem hafði mannafor-
ráð í Vesturheimi.
Þekkingu Öhlenschlagers á ísl.
tungu var mjög ábótavant. Hann
kyntist bókmentunum aðallega
í þýðingum. Þó má sanna með rök-
um, að hann reyndi að lesa frum-
ritin, er fram liðu stundir, og sökum
þess að hann var næsta næmur á
hljóðbrigði og kveðandi, reyndi
liann að líkja eftir ýmsum sérkenni-