Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 127
SLÐ.SKIPTIN Á ÍSLANDI
93
fylgis við Gissur biskup. Bæði var
það, að þeir sáu í hendi sér, að sið.
skiftin hlutu að hafa þverrah
kirkjuvaldsins í för með sér, svo
þungar búsifjar sem það einmitt
hafði gert þeim, og svo voru við-
brigðin svo geipimikil að fá eftir
Ögmund biskup í hið kirkjulega
formannssæti jafn lipran mann og
skapþekkan og Gissur biskup var.
Mildin var, gagnstætt því, sem
hafði átt sér stað um Ögmund, að-
alskapkostur hans. Hann gat tekið
mjúkum höndum á smávægilegum
yfirsjónum manna og beitti aldrei
valdi sínu til fjárafla svo sem Ög-
mundur hafði gert og hinir fyrri
biskupar. Samkvæmt kristnirétti
voru hjúskaparmál öll, frændsemis-
og sifjaspell o. þvíl. undir dóms-
valdi kirkjunnar. Bn Gissur virðist
hafa verið óvenju vorkunnlátur við
mannlegan breyskleika, svo að
slíkra mála verður naumast vart í
biskupstíð hans. Hann leitaði lield-
ur ekki á menn með málssóknum,
þótt hann gengi ríkt eftir, að ekki
væri í neinu gemgið á hluta stóls-
ins, svo stjórnsamur sem hann var
og reglusamur í hvívetna, og jafn-
framt hagsýnn á veraldlega hluti.
Gissur biskup var í eöli sínu frið-
semdarmaður mikill og var það
Ijúfast að koma fram sem manna-
sættir og að afstíra með því mis-
klíð manna á milli.
Vorið 1542 kvaddi konungur þá
báða á sinn fund, biskupana Gissur
og Jón Arason. Segir í bréfi kon-
ungs til Gissurar, að konungur vilji
tala við hann um “eina reformeran
og skikkan,” sem hann, eftir vilja og
ráði lærðra manna, muni gera með
ríkisráði sínu, og sér sé ant um,
að komist geti á í öllu ríki sínu.
Er hald manna, að með þessu sé
átt við viðauka þann við kirkju-
skipunina, sem samþykktur var í
Rípum 1. maí 1542 (Rípar.greinar
svonefndar), en fulla vissu vita
menn ekki á því. Gissur kvaddi nú
um sumarið, áður en hann lagði á
stað utan, presta til prestastefnu í
Miðdal 28. júní 1542, og sóttu hana
alls 28 andlegrar stéttar menn. Lét
biskup þar lesa hina nýju kirkju-
skipun fyrir þeim, og urðu 22 þeirra
til að lofa að fylgja henni “í öllum
greinum, sem áhræra kennimann-
legt embætti, eftir því sem guð gef-
ur oss náð til,” þó með því skil-
yrði, að þeir fái nauðsynlegar bæk-
ur og megi halda sínum “kenni-
mannlegu fríheitum.’’ En sex af
prestunum færðust undan að ganga
að kirkjuskipuninni og afsökuðu
sig með, að þeir væru orðnir of
gamlir til þess að “meðtaka annan
kennimannsskap’’ en þeir höfðu áð-
ur undir játast.
Eftir prestastefnuna í Miðdal
bjóst Gissur biskup til utanferöar,
og var kominn til Kaupmannahafn-
ar í lok júlímánaðar. Embættis-
bróðir hans nyrðra vildi ekki hætta
á utanför af hræðslu við, að haft
gæti í för með sér óheppilegar af-
leiðingar. Gerði meðferðin á Ög-
mundi árið áður þá hræðslu í alla
staði eðlilega. í þess stað sendi Jón
biskup þrjá fulltrúa sína og ritaði
konungi mjög auðmjúkt afsökunar-
bréf (dags. 30. júlí 1542), þar sem
hann ber fyrir sig sumpart, að her-
skip það, er konungur hafi ætlast
til, að hann notaði til utanfarar,