Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 25
FRAMTÍÐ ÍSLENZKRAR MENNINGAR
7
þessum fámenna hóp var svo gott
mannval, að mér var það ljóst, sem
oftar vestra, að íslenzku innflytj-
endurnir hefðu verið góður feng-
ur fyrir Canada og mikils mætti af
þeim vænta. Flestum þessara manna
var enskan tamari til ræðuhalda, þó
að þeir kynnu vel að mæla á ís-
lenzku. Allir töluðu þeir djarflega
og hreinskilnislega um umræðu-
efnið og gerðu sér höfuðdrætti þess
vel ljósa. Þarna komu fram sjónar-
mið, sem lærdómsríkt var fyrir mig
að kynnast, ekki einungis þeirra
manna, sem eindregið voru þjóð-
ræknisbaráttunni fylgjandi, og það
voru flestir, heldur engu síður frá
þeim, sem hispurslaust létu í ljós
efasemdir sínar um, að slík barátta
væri sigurvænleg eða jafnvel rétt-
mæt. Því að meginatriðið var, að
íslenzk þjóðrækni var a. m. k. lifandi
vandamál fyrir alla fundarmenn.
Mér er kunnugt um, að sú hreyfing,
sem eg þarna komst í kynni við, hef-
ir síðan verið vakandi og að nokkuru
leyti skapað nýtt viðhorf í þjóð-
ræknismálinu. Annir og fjarlægð
hafa valdið því, að eg hefi ekki get-
að fylgst með henni eins og eg hefði
viljað, og ekki getað lagt þar orð í
belg, nema það litla, sem eg talaði
óviðbúinn á þessum fundi. En eg
hefi oft um þetta hugsað, og mér
hefir fundist eg standa í óbættum
sökum við þessa vini mína, sem
sýndu mér það traust að kveðja mig
á fund sinn. Og til þeirra eru þær
athuganir ritaðar, sem eg kem í
þetta greinarkorn, sem sjálfsagt
gerir svo stórri fyrirsögn, sem eg
hefi valið því, skömm til. Því að
engum getur verið Ijósara en höf-
undinum, að margir fletir eru á
þessu máli, sem hér er ekki neinn
kostur á að fjalla um.
II.
Fyrsta greinin í stefnuskrá Þjóð-
ræknisfélagsins hljóðar svo: “Að
stuðla að því af fremsta megni, að
fslendingar megi verða sem beztir
borgarar í hérlendu þjóðlífi”.
Um þetta atriði verður ekki deilt.
Þó að íslendingar teldu það æski-
legt að halda við þjóðerni sínu á
svipaðan hátt og Frakkar í Austur-
Canada, sem að vísu eru hinir nýt-
ustu borgarar, en samt vegna tungu
sinnar og trúarbragða eins konar
ríki í ríkinu, þá skortir þá allt bol-
magn og aðstæður til þess. Þeir eru
ekki einungis of fámennir, heldur
líka allt of víða dreifðir, bæði norð-
anlínu og sunnan. Það væri fjar-
stæða fyrir þessa smáhópa að reyna
að einangra sig, hvern á sínum stað.
Þeir verða að lifa lífi sínu eins og
hverjir aðrir brezkir eða amerískir
þegnar, með enskuna sem móðurmál
sitt og í nánu samfélagi við um-
hverfi sitt. Allt, sem rýrir gildi
þeirra sem þarlendra borgara eða
gerir þeim sjálfum torveldara að
njóta sín og láta til sín taka, verður
að þoka. Þetta eru skorður íslenzkr-
ar þjóðrækni vestan hafs. Hvað er
mögulegt innan þeirrar umgerðar
og hvað er æskilegt af því, sem
mögulegt er? íslenzk þjóðrækni er
því aðeins réttmæt, og aðeins það af
henni er réttmætt, þegar til lengdar
lætur, sem gerir landa ekki lakari,
heldur verðmætari einstaklinga og
félagsmenn í því þjóðfélagi sem þeir
heyra til.
Eg skal hér aðeins nefna þrjá
þætti þjóðrækninnar en þeir eru að