Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 33
FRAMTÍÐ ÍSLENZKRAR MENNINGAR__________15
farnað sona sinna og dætra og síðari
niðja.
V.
Eins og þegar er sagt hér að fram-
an, er það varðveizla hins íslenzka
menningararfs, sem framtíð ís-
lenzkrar þjóðrækni í Vesturheimi
mest veltur á. Hinir tveir þættirnir,
sem eg hefi vikið að sérstaklega,
tungan og ættarvitundin, eru hlutar
af þessum menningararfi, og um
leið skilyrði þess, að í hann sé hald-
ið. — ættarvitundin óhjákvæmilegt
skilyrði, tungan mjög mikilsvert,
þó að nokkuð megi varðveita án
hennar. Eg býst við, að hinar ýngri
kynslóðir, sem eg beini orðum mín-
um til, líti á málið á svipaðan hátt
og hér er gert.
En íslenzk menning er svo mikið
umtalsefni, að mér fallast nærri því
hendur, þegar að því kemur að ræða
það nánara í einni tímaritsgrein.
Samt vil eg líka reyna að gera um
Það fáeinar athugasemdir, eins og
mér virðist það horfa við frá þessu
sjónarmiði.
Það er þá fyrst og fremst ber-
sýnilegt, að þessi menningararfur
á ekki að draga úr gildi fslendinga
sem nýtra borgara í vestrænu þjóð-
»fi, ekki að gera þá andlega fátæk-
ari> heldur ríkari. Hann á að vera
Piús, en ekki mínus við þarlenda
menningu. En til þess að svo megi
verða, er nauðsynlegt að velja úr
honum hið algilda og sígilda. í því
efni dugir engin íslenzk þröngsýni
ne sjálfbirgingsskapur af því tagi,
Sem Hannes Hafstein brennimerkti
n'eð hinum alkunnu orðum:
Bara ef lúsin íslenzk er,
er þér bitið sómi.
Jafnvel hinar mestu mennigarþjóðir
skara fram úr hver í sínum grein-
um og engin jafnt í öllum. Ungu
kynslóðirnar vestan hafs hljóta að
spyrja: hvað er verðast þess í ís-
lenzkri menningu, að vér og niðjar
vorir höldum áfram að kynnast því
og leggja rækt við það? Slíkri
spurningu hlýtur allt af að vera
vandsvarað, því að smekkur manna
og áhugamál eru misjöfn og marg-
vísleg og hver einstaklingur verður
að nokkuru leyti að velja fyrir sjálf-
an sig. Auk þess búum vér íslend-
ingar ekki betur en það, að véi eig-
um hvorki verulega góða sögu,
menningarsögu né bókmentasögu,
og sízt, að unnið sé úr efninu á
þann hátt, að miðað sé við það, sem
almennast og varanlegast gildi hefir.
Eg ætla nú að reyna að rissa í
fáum dráttum þau atriði, sem mér
virðast merkilegust. Það hlýtur
að verða ófullkomið, vanta hold og
blóð, en þess er nægur kostur að
fylla upp í myndina með staðreynd-
um. Eg hugsa mér, að eg ætti að
segja manni, sem ekkert vissi, æfin-
týri íslendinga á fáeinum mínútum,
til þess að vekja forvitni hans, en
sleppi samt úr því ýmsum skýring-
um, sem óþarfar eru fyrir lesendur
þessarar greinar.
Dálítill hópur norrænna og vest-
rænna manna, sem tæplega hefii
verið fjölmennari en íslenzku út-
flytjendurnir til Vesturheim, settist
fyrir rúmum 1000 árum að á ó-
byggðu eylandi norður við heim-
skautsbaug. Þó að þessir menn
væru bændur, áður en þeir fluttu til
íslands, og héldu áfram að vera
bændur í hinu nýja landi, voru þeir
mótaðir af hinni stórfeldu hreyf-