Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 42
24
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Ljóð er söngur svana á heiðum,
sætust angan daga langra,
skriður storms um lægis leiðir,
ljúfir ómar þrasta og dúfu,
gróður jarðar, glaumur hríða,
gleðidans og sorg á beði,
djörfust hreyfing hjartans þarfa,
hungur sálar á göngu þungri.
Ljóð er hreimur lags og boði,
ljóð er þrungið guðamóði,
kraftur sá, er hrelling heftir,
hetjur og gauð til starfa hvetur.
Ljóð er styrs og sátta sæði,
sveittum hressing, styrkúr þreyttum.
Ljóðsins háttur vizku vottar—
veldur hver sem á þó heldur.
Ljóðið hetjur ginti á græði,
göndum beitti að Furðu-ströndum,
ástir kveikti í kappa brjóstum,
kyngimagn á vopnaþingum.
Ljóð var háttur huldra vætta—
Hávamála og Völuspáar.
Allar rúnir heiftar og heilla
hafa ljóðin geymt í sjóði.
Ljóð sér andans instu leiðir,
eisu, er í hjarta skáldsins geisar;
tjóðurband af tíma og rúmi
tekur—og nýar kendir vekur.
Ljóð er tákn hins æðsta æðis,
ómur fjarra guðaróma,
líknarmerki á leiðum feikna,
ljós og styrkur í alda myrkrum.
Ljóð er þjóðar líf og gleði,
logarúnir áa túna,
söngvafegurð feðra tungu,
fræði lífsins stærstu gæða.
Ljóð er ættar æðsti heiður—
enginn dirfist skáld að rengja.
Ljóð er hvöt til dygða og dáða.
Deyi Ijóðið—sofnar þjóðin!—