Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 46
28
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Loks sést það af bréfi til Bjarna
Þorsteinssonar (er þá gegndi störf-
um stiftamtmannsins í Reykjavík)
17. mars 1826, að Bjarni hefir þá
falað Shakespeare að láni frá nafna
sínum,* mætti geta þess, að það
hafi verið hin nýja þýðing Försom-
Wulffs, nema hér hafi verið um út-
gáfu á frummálinu að ræða.
Eftir þetta hafa öll íslenzk skáld
og mentamenn þekt Shakespeare, af
afspurn, ef ekki af persónulegri
kynningu. Benedikt Gröndal getur
þess í Dægradvöl (bls. 291), að
hann hafi séð Macbeth “fyrir mörg-
um árum,” ef til vill síðast, er hann
var leikinn í Khöfn veturinn 1859—
60. En í bréfi til Eiríks Magnús-
sonar (28. nóv. 1885)** kveðst Grön-
dal ekki vera neinn “Shakespeares
maður: eg er ekkert dramatískur og
hefi aldrei haft þolinmæði til að
lesa Shakespeare að neinu gagni,”
samt biður hann Eirík að útvega sér
eintak af verkum hans.
Sá maðurinn, sem víðlesnastur
mun hafa verið í Evrópu-bókment-
unum á fimta tug aldarinnar, var
Grímur Thomsen. Hann reit um
franskar og enskar bókmentir,
einkum Byron, en ekkert hefir hann
þýtt eftir Shakespeare. Hinsvegar
hefir hann í ritinu um Byron***
skrifað ágrip af enskri bókmenta-
sögu sem inngang að aðalritgerð-
inni; þar skipar hann Shapespeare
að sjálfsögðu í öndvegi og ritar
hvað ítarlegast um stöðu hans og
gildi í enskum bókmentum. Telur
* Riarni Thorarensen, TLinðmœli (útg.
Jóns Helgrasonar) Khöfn. 1935, II: 338.
** Sendibréf frá Ben. Gröndal og til
hrns. Rvík, 1921, bls. 76.
*** Om Lord Byron, Kjöbenhavn 1845.
hann það raunar vera að bera í
bakkafullan lækinn, eftir alt það,
sem menn eins og Goethe, Hegel,
skóli þeirra Schlegels og Tiecks,
Ulrici og Rötscher o. m. fl hafi skrif-
að um meistarann. Er merkilegt að
sjá, að hann vitnar hér einungis í
þýzka rithöfunda um Shakespeare.
Hitt er þó enn merkilegra, að Grím-
ur ákveður stöðu Shakespeares í
bókmentunum eftir kerfi, sem hann
hefir tekið úr Fagurfræði Hegels
(Hegel, Æsthetik II: 135, 165 og
196). Svo er að sjá, sem Hegel hafi
talið alla vestræna list rómantíska,
en fyrsta þroákastig rómantíkurinn-
ár telur hann trúarlega rómantík, þ.
e. Hst fornkirkju og eldri miðalda í
byggingum, málverkum og músík.
Annað stig rómantíkurinnar er
riddararómantík miðalda, og skáld-
skapur sá er henni fylgdi. Hið
þriðja stig hennar er rómantík ein-
staklings-sköpunarinnar, er líka
mætti kalla hina prótestantisku
rómantík; Shakespeare er fulltrúi
hennar. Eg get ekki farið hér lengra
út í mat Gríms á Shakespeare innan
kerfis Hegels, því til þess að skilja
það til fulls verða menn að hafa
heimspeki og fagurfræði Hegels á
fingurgómum sér. Þó má geta þess
að Grímur skiftir persónum Shake-
speares í tvo flokka eftir skapgerð-
areinkennum þeirra, koma í annan
flokkinn stálsettir viljamenn eins og
Macbeth, Othello, Shylock og eink-
um Richard III, en í hinn flokkinn
hinar dýpri og innhverfari skapgerð-
ir manna eins og Hamlets, Júlíu,
Ophelíu og Miröndu. Tæplega er
neitt frumlegt í þessum athugunum
Gríms, nema ef vera skyldi það, að