Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 54
36
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
menninganna, að bókin hafi fengið
betri dóma hjá ensku fræðimönnun-
um James Bryce og Henry Sweet,
en hvort þeir dómar hafi verið prent-
aðir, veit eg ekki.
Að lokum má geta þess, að Eirík-
ur byrjaði að þýða Vetraræfintýri
(Winter’s Tale) eftir Shakespeare,
og er handritið að þýðingarbrotinu
nú í Landsbókasafni, er það eina
handritið, sem við Shakespeare er
kent í hinni nýju handritaskrá
safnsins eftir Pál E. ólason.
(Framhald í næsta árg.)
HEIMKOMUMINNI TÓMÁSAR SKIPSTJÓRA BJARNASONAR*
Oss ei lengur lúrir
Leiðindanna pín
Eftir ótta-skúrir
Unaðssólin skín
Nú má kviður sannast sá
Oss, sem flutti ástvin heim
Auðnan hættum frá.
Hafs úr harða drifi
Hirti refla á
Lent er loks í Rifi
Lista hetjan kná
Tómás borinn Bjarna, mær.
Fieyjir-stjóra fagna bezt
Fljóð og bömin kær.
Mæring mastra-vagna
Mar ofsóknum frá
Eins hér allir fagna
Og þeim lofgerð tjá
Heim er sendi heilann þig
Sævar harðri hættu frá
Hetjan mannborlig.
Ver velkominn öllum
Vinur einka kær
Heims frá hrannarföllum
Hamingjan þér skær
Skíni um höf og hauður eins
Og á meðan grundin grær
Gæti og varni meins.
Bjarni Guðmundsson
* Fyrir kvæðd þessu er oss gerð grein á þessa leið:
“Erindin orti Bjami Guðmundsson systursonur Sigurðar Breiðfjörðs, til skipherr-
ans Tómásar Bjamasonar á Rifi á Snæfellsnesi, er Tómás, eftir marga vikna hrakning
í ólgusjó út á hafi kom heill með skipshöfn sína siglandi í Rifs-ós. Eg dirfist að biðja
um að erindi þessi verði prentuð í Þjóðræknisritinu svo þau glatist ekki að öllu þegar
eg er horfin.”
Systurdóttir Tómásar, gömul kona.