Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 55
Eltir Guðrúnu H. Finnsdóttír
Kvenfélagið sá æfinlega um sam-
komuna, sem haldin var í kirkjunni
á sumardaginn fyrsta. Sumardagur-
inn fyrsti er íslenzkur hátíðisdagur.
Þeirri hátíð vors og sólar hafa ís-
lendingar kveðið lof og dýrð í ótal
kvæðum, söngvum og sálmum um ár
°g aldir.
Ragnhildur gekk hröðum skrefum
á leiðinni vestur í kirkju. Dagurinn
var fagur, veðrið sólríkt og bjart,
en köld norðan gola vann kappsam-
lega á móti sólargeislunum.
Það lá vel á Ragnhildi, fyrst og
fremst var þetta sumardagurinn
fyrsti, og svo hlakkaði hún til sam-
komunnar og að undirbúa hana. Hún
sa um að miklu leyti, að minsta kosti
í eldhúsinu, að alt færi vel úr hendi.
^ar Rafði hún haft umsjjón ,iog
frammistöðu um fjölda mörg ár, og
Þar fanst henni hún eiga heima og
vera drottning í ríki sínu. Með
verkhygni, lipurð og útsjón stjórn-
aði hún og skifti verkum með kon-
anum.
A svona tyllidögum, þegar þurfti
a^ undirbúa samkomuhöld og veizlur
1 sambandi við það, var Ragnhildur
aifinlega sú fyrsta til að koma í
kkjuna og byrja að vinna, og sú
síðasta til að fara heim þaðan. Svo
Var í þetta skiftið, hún kom fyrst,
e* ^inar kvenfélagskonurnar, sem
s óðu fyrir samkomunni, voru að
smátínast inn í kirkjuna. Margt
andarvikið þurftu þær líka að gera
yi’ir kvöldið. Fyrst byrjuðu þær á
v* flytja vorið inn í kirkjuna,
með því að prýða hana með blómum
og fyrsta vorgróðrinum, rauðvíði-
kvistum með útsprungnum silfur-
litum humlum. Þær af konunum,
sem höfðu manna forráð, það er að
segja, áttu menn og bíla, fengu
vanalega einhverja af þeim, sem
voru liprir í sér og eftirlátir við kven-
félagið, til að keyra út þangað, sem
rauðviðir uxu, og sækja þetta vor-
skrúð fyrir samkomuna. Og karl-
mennirnir fóru og komu til baka, oft
með kaldar hendur, en glaðir í anda
yfir að hafa leyst þessar þrautir
fyrir kvenþjóðina.
Þegar konurnar höfðu lokið við að
prýða kirkjuna uppi, var tekið til
óspiltra mála og unnið af kappi
niðri í samkomusalnum. Þar var
slegið upp borðum um þveran og
endilangan salinn.
Konurnar skiftu nú með sér verk-
um, sumar gengu um og breiddu
dúka á borðin, aðrar báru fram
borðbúnað og lögðu á þau, nokkrar
röðuðu blómum í blómsturvasa, og
hópur vann úti í eldhúsi við að út-
búa matinn. Á styttri tíma en ætla
mætti, fyrir jafn mikla vinnu, var
alt tilbúið, hátíðabragur yfir öllu,
salurinn veizlubúinn, borðin skreytt
blómum og hlaðin vistum, hlaðin af
ýmsum mat tilbúnum á íslenzka
vísu.
Ragnhildur stóð í eldhúsdyrunum
og horfði fram yfir salinn. Henni
var hlýtt í skapi við að sjá hvað
alt var orðið vistlegt, vinsamlegt og
aðlaðandi þarna inni. Konurnar