Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Qupperneq 60
42
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
því, að hún var hér ekki ein á ferð.
Alt í kringum hana voru hópar og
herskarar af einhverskonar verum,
sem líktust óljósri reykjarmóðu í
mannsmynd. Hver einasta ein af
þessum verum sýndist vera ein og
útaf fyrir sig. Hana langaði að
slást í för með þeim, en engin virtist
finna þá löngun hennar eða gefa
henni gaum.
Ragnhildur rétti út hendina og
reyndi að snerta þær, en greip í
tómt. óútmálanleg löngun til að
komast út úr þessari óvissu fylti
huga hennar, en hún var alt í einu
uppgefin og máttlaus og komst
hvergi. Ragnhildur kraup ofan í
flauélsmjúkt grasið og fann að hún
tilheyrði þessari jörð og gróðri. Tár-
in þung og heit runnu niður kinnar
hennar og sameinuðust dögginni.
Aðeins í draumi geta menn orðið
svo hjálparvana og yfirgefnir og
hún var þarna.
Alt í einu fann hún hrjúfa, hlýja
hönd strjúka sér um vangann. —
Þetta handtak átti bara ein mann-
eskja. Ragnhildur leit upp fegins-
augum, og þarna sat Ingveldur
brosandi við hlið hennar í grasinu.
Ragnhildur mundi eftir því í
draumnum, að Ingveldur var dáin
fyrir löngu síðan, en þarna sat hún
nú samt, sjálfri sér lík, og sama
traustið og velvildina og áður, fann
hún nú í nærveru hennar. Ragnhild-
ur gaf henni nánar gætur, og henni
fanst að Ingveldur vera tignari,
stærri, og yfir henni lægi ljómi, sem
hún mundi ekki eftir frá æskuárun-
um.
“Hvar erum við staddar Ingveld-
ur?” spurði Ragnhildur.
Ingveldur svaraði rólega: “Við
erum staddar í heimi hugans, út í
þeim björtu löndum, þar sem allir
draumar verða að veruleika og veru-
leikinn að draumum.”
Ragnhildi fanst í draumnum að
þetta vera mjög einföld og eðlileg
skýring og forvitnaðist ekkert frek-
ar um þetta land, sem hún var stödd
í, en hún spurði nú Ingveldi um
samferðafólkið, hvaða verur það
væru. Ingveldur svai’aði: “Samskon-
ar verur og þú, þær leggja leiðir
sínar í draumi þangað sem hugur
þeirra þráir að komast í vöku.”
“Hvaðan koma þessir hlýju
straumar og þessir fögru ómar, er
fylla loftið líkast því sem maður
hlusti á volduga hljómsveit?” spurði
Ragnhildur.
“Veiztu það ekki barn? Þetta eru
hugsanir fslendinga, sem alið hafa
aldur sinn erlendis, sendar heim, —
þögular hlýjar, einlægar. Og þessir
hljómar, er fylla loftið eru kvæðin og
lofsöngvarnir, sem íslenzk skáld
hafa kveðið á göngu sinni út um
heim, á ýmsum öldum. Á þá sterku
strengi hafa íslendingar túlkað ást-
arhug sinn, til ættjarðarinnar, frá
fjarlægum löndum. — Og þeir
hljómar lifa og halda áfram að
kveða í eyrum komandi kynslóða.”
“Já, en þetta land er ekki ísland,
Ingveldur — og þó er samskonar
svipur yfir umhverfinu.”
“Draumar verða að veruleika,”
svaraði Ingveldur. “Þetta er ís-
land, þetta er landið, sem þjóð-
ina dreymir, þetta er landið, sem
skáldin kveða um, þetta er land-
ið, sem birtu leggur af út um heim,
þetta er landið, sem þeir hafa litið,
er varið hafa kröftum sínum og lífs-
starfi í þarfir þjóðarinnar.” Ing-