Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 67
PRÓFESSOR LEE M. HOLLANDER
49
Er þá komið að höfuðstarfi dr.
Hollander í þágu íslenzkra fræða:
umfangsmiklum þýðingum hans af
fornkvæðum vorum á ensku. Verð-
ur þar fyrst fyrir, í tímaröð, þýðing
hans á Sæmundar-Eddu (1928), er
ríkisháskólinn í Texas gaf út.* —
Hafði þýðandi þó lokið við hana all-
mörgum árum áður. En það er
næsta eftirtektarvert, og talandi
vottur um áhuga amerískra fræði-
manna á forbókmenntum vorum, að
réttum fimm árum áður en þýðing
Prófessor Hollander af Sæmundar-
Eddu kom út, hafði á prent komið
Þýðing dr. H. A. Bellows af henni:
The Poetic Edda (New York, 1923);
er þar að mörgu leyti um prýðis-
gott verk að ræða, þýðingin víða
orðhög og í heild sinni næsta lipur;
hinsvegar má með réttu sitthvað að
henni finna frá fræðimannlegu sjón-
armiði.
Skoðað frá þeim sjónarhól, mun
týðingu dr. Hollander færra fundið
til foráttu. Hann er auðsjáanlega
taulkunnugur hinum nýjustu Eddu-
kvæða-rannsóknum, þó hann láti
eigi berast fyrir hverjum kenninga-
^yt í þeim fræðum; enda væri það að
æva óstöðugan, því að þar kennir
svo margra grasa og misjafnlega
kjarngóðra. Viturlega hefir þýð-
a^di valið þann kostinn, að leggja
eina af helztu og vönduðustu út-
Sáfum Sæmundar-Eddu til grund-
Vallar þýðingu sinni: útgáfu Hugo
Goring. Ekki hefir þýðandinn þó,
góðu heilli, rígbundið sig við skýr-
lr>gar Gerings eins, heldur á ýmsum
stöðum fylgt tilgátum og túlkunum
a * t P°etic Edda. Translated with
Bv r lro<luction and Explanatory Notes.
y Bee M. Hollander, Austin, Texas, 1928.
annara Eddu-fræðinga, þar sem
honum þótti athuganir þeirra skarp-
legri og sannfróðari.
Dr. Hollander hefir gert sér þá
reglu, að nota í þýðingu sinni orð af
germönskum uppruna, hvar sem
þeim verður við komið; fetar hann
hér í fótspor ýmsra enskra þýð-
enda af fornitum vorum, einkum
þeirra Eiríks Magnússonar og Wil-
liam Morris. Þessi þýðingaraðferð
hefir óneitanlega nokkuð til síns á-
gætis, sé ekki of langt gengið í þá
átt, að fyrna mál þýðingarinnar; en
á því skerinu flöskuðu þeir Eiríkur
og Morris, og því eru hinar merku
þýðingar þeirra lítt við hæfi ensku-
mælandi almennings, án þess að lítið
sé gert úr þeim að öðru leyti.
Prófessor Hollander hefir eigi
heldur siglt hjá því skerinu; hann
fyrnir oft málið úr hófi fram, notar
bæði sjaldgæf orð og önnur, sem
löngu eru úrelt; gerir það þýðing-
una vitanlega drjúgum óaðgengilegri
öllum almenningi, enda mun hún
sérstaklega ætluð námsfólki og lær-
dómsmönnum.
Þá hetfir dr. Hollander einnig
bundið sér erfiðan bagga með því, að
þræða sem nákvæmast stuðla- og
höfuðstafa-setningu íslenzks skáld-
skapar; fer oft vel á því, en þung-
lamaleg verður þýðingin þó æði víða
fyrir þá fastheldni við bragreglur
frumkvæðanna; og mundi hún ekki
hafa tapað á því, þó þýðandi hefði
slakað þar ögn til á klónni.
Annars er margt vel um Eddu-
þýðingu dr. Hollander. Hann held-
ur yfirleitt mjög trúlega hugsun
frumkvæðanna, þó að margt sé þar
auðvitað, sem fræðimenn greinir á
um, hvernig skilja beri. Og þó