Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 71
Eftir Jón Jónsson
Árið 1856 var eg 10 ára gamall,
og þá farinn að taka eftir mörgu
sem eg sá og heyrði, svo mér datt í
hug að skrifa um lifnaðarháttu fólks
og vinnuaðferð og matarhæfi frá
þeim tíma, sem þá tíðkaðist í Borg-
arfirði Stóra þar sem eg var fæddur
°g uppalinn. Eg byrja þá að segja
frá matnum því hann er fyrsta skil-
yrðið fyrir því að geta lifað og
þroskast.
Á þessum tíma fóru margir bænd-
ur úr Borgarfirði, vestur fyrir Snæ-
fellsjökul á hverju vori til harðfisk-
kaupa. Harðfiskur þessi var hertur
þorskur. Þá var ekki farið að salta
hann þar, heldur var hann hertur og
seldur út um landið fyrir ýmsar
landsvörur og peninga. Hitt af
þorskaflanum seldu þeir til kaup-
manna í ólafsvík og Stykkishólmi en
heir seldu hann til útlanda, en í
suðurlands veiðistöðum var farið að
salta allan þorsk því kaupmenn þar
sögðust eiga hægara með að selja
hann til útlanda, saltaðan og þurkað-
an heldur en hertann. En þeir hertu
har ýsu og annað fisk-drasl og seldu
hað út um sveitirnar og einnig
hertu þeir þorsk-hausana. Þeir voru
klofnir og kjammarnir festir saman
a grönunum og svo seldir út um
landið. Margir fátsekir keyptu þá
hví þeir voru svo billegir á tíu
fiska hundráðið. Þá var allt miðað
Vjð fiska og álnatals reikning.
Baðir minn var einn af þeim sem
^óru til fiskikaupa vestur fyrir Jökul
a hverju vori í nokkur ár, þar til að
þeir fóru að salta fiskinn þar líka.
Þá lögðust þessar fiskikaupferðir
vestur fyrir Jökul niður. Eg man
hvað við krakkarnir hlökkuðum til
þegar faðir okkar kæmi til baka með
þenna góða freðfisk því ef hann
fraus var hann svo mjúkur og góður.
En það var ekki einungis fiskurinn
sem við hlökkuðum til að fá, við átt-
um líka von á að fá góðan bita af
•kæfu og brauði, af nestinu hans, því
hann var vel nestaður í þessar ferðir
og gaf okkur ætíð góðan bita þegar
hann kom heim. Menn fóru vana-
lega í þessar jökulferðir snemma á
vorin þegar jörð var orðin auð, til að
hafa klakan í jörðunni, til að geta
farið sem beinast yfir flóa og mýrar,
því aðalvegurinn var bæði krókóttur
og ekki góður.
Sveita vörurnar sem menn höfðu
til þessara fiski-kaupa, voru smjör,
tólg, sauðskinn í skinnklæði, og skó-
leður, og svo af ullarvinnu vaðmál
bæði rekkjuvoða vaðmál, og líka
litað vaðmál í pils á kvenfólk og
svuntu dúka, og í buxur á karlmenn,
svo borguðu menn í peningum fyrir
það sem vörurnar hrukku ekki til.
Þessar sveitavörur vantaði sjóar-
fólkið, og vildi jafnvel heldur en
peninga. Þá var í Borgarfirði og
víðar lagt mikið kapp á ullarvinnu
á veturnar hjá öllum sem vildu kom-
ast áfram. Á vetrar-vökunum voru
allir unglingar vandir við að gera
eitthvað, þó það væri ekki annað en
að tæja ull eða tvinna band, því þá
keypti fólk ekki úr kaupstað nema