Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 75
ÆSKU ENDURMINNINGAR
57
lömb til fjalls og passa ærnar heima,
sem voru oft með miklum óróa fyrst
í stað. Svo var kaupstaðarferðin til
Reykjavíkur sem tók nokkuð langan
tíma. En svo leið ekki langt um, að
kaupmenn í Reykjavík fóru að senda
spekulanta inn á Brákarpoll um
kauptíðina, Borgfirðingum til hægð-
arauka.
Allir búséðir bændur voru fyrir
löngu búnir að hafa í standi öll hey-
skapar áhöld fyrir slátt. Þá voru
allir ljáir smíðaðir af járnsmiðum
og bitu margir vel ef náðist á þeim
rétt herzla þegar þeir voru dengdir.
Faðir minn var allgóður járnsmið-
ur, og smíðaði alla ljái fyrir sig og
líka fyrir aðra. Hann var líka vel
laghentur á tré og smíðaði öll amboð
og hafði allt í standi fyrir sláttinn.
Eitt var það sem margir gerðu h
Forgarfirði, að láta fara á grasa-|
fjall því fjallagrösin þóttu góður bú-
bætir.
Þegar gott veður var á vorin sem
°ft var í kringum vorsólstöður, þótti
íuér gaman að lifa, þrátt fyrir öll
uiín hlaup og snúninga, þegar eg
horfði á fegurð náttúrunnar bæði á
himni og jörðu. Þó við þarna í
Forgarfirði sæjum ekki sólina alla
uóttina, eins og á sumum stöðum á
Norðurlandi, sáum við þó geislana
frá henni leggja upp á himininn og
gullroðin skýin í allavega myndum,
°& jörðina græna af grasinu og gló-
andi af jurta blómum með marg-
breytilegum lit, sem alstaðar spratt
Jafnvel upp úr litlu móabarði á grjót-
uiel. Eg hafði nóg vit til að skilja
^ þetta gerði náttúran sjálf án
jálpar. Þá gleymdi eg öllu því ó-
Soðfelda og hugur minn fyltist af
ugnuði yfir lífinu. Eg bygði mér þá
loftkastala að gera mig að góðum
og miklum manni, en þeir hrundu
niður hjá mér eins og mörgum öðr-
um unglingum.
Á öllum bæjum voru dagsmörk til
að fara eftir, þegar sól sá, til að
vita hvað tímanum liði. Kl. 6 að
morgni var miðurmorgun, kl. 9 fyrir
hádegi dagmál, kl. 12 hádegi, kl. 2
eftir hádegi miðmunda, kl. 3 nón,
kl. 6 miðaftan, kl. 9 að kveldi nátt-
mál. Eftir þessum dagsmörkum
var farið til að vita hvað tímanum
leið ef sól sá, annars varð að ætlast
á hvað tímanum leið.
Þegar byrjaði sláttur fór sláttu-
fólkið snemma út, á að geta kl. 5
eða, eftir því sem húsbóndinn var
árvakur og áhugasamur, því hann
réði vanalega fótaferðinni. Litlu
íeftir miðjan morgun var sléttufólk-
ið kallað í morgun kaffið. Það var
vanalega drukkið í búrinu. Nokkru
seinna var það kallað heim í litla-
skattin, sem var skyr eða skyrhrær-
ingur með góðri mjólk út á. Mitt á
milli hádegis og dagmáls var kallað
á fólkið heim til morgunmatar. Svo
lagði fólkið sig og var vakið með
miðdagskaffinu um hádegisbilið. —
Eftir nónið var kallað í miðdags-
matin. Svo var kveldskatturin þeg-
ar fólkið kom heim til að hátta, í
kringum klukkan hálf ellefu. Þetta
var siður um túnasláttinn. Svo kom
breyting á, þegar komið var á engj-
ar. Þá var étin litliskatturin og
drukkið morgunkaffið áður en fólk
fór á engjarnar, maturinn borinn,
eða reiddur á engjarnar, eftir því
hvað það var langt í burtu.
Mikið kapp var lagt á heyskapinn
hjá öllum sem vildu komast áfram,
því hey voru víðast sein tekin, þýfð