Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Qupperneq 81
KVÖLDVAKAN Á BJARGI
63
önnur tilviljun. Ranka gamla snýr
sér undan og lokar augunum, því að
það er til svo margt, sem betra er að
sjá ekki en sjá. Og það er margt
hægara en að kasta ryki í augu
gamallar manneskju, sem á margra
tuga ára reynslu að baki sér er lesa
má í hinu hrukkaða andliti og silfur-
hvítu hærum.
Þegar allir hafa matast þá setur
húsbóndinn upp gleraugun og les
húslesturinn. Vídalínspostilla er les-
in á hverjum helgidegi, en nú er
rúmhelgur dagur, og er því lesið í
hugvekjunum. Allir sitja kyrrir og
halda að sér höndum og hlusta.
Ranka leggur frá sér prjónana
sína og rennir augunum inn eftir
baðstofunni, til þess svona i’étt að
athuga, hvort að allt fari nú fi*am
eins og vera ber.
Sigga drjúpir höfði — o jæja sum-
ir hafa gott af því að hlusta á á-
minnandi oi*ð. Þau vekja ef til vill
suma til umþenkingar um sitt synd-
uga eðli. — En hvað sér hún. Þór-
gunnur seilist undir koddabrúnina
°g dregur fram bók og tekur að
blaða í henni eins og hún sé að leita
uð einhverju. Sú er nú ekki með
hugann við guðsorðið. Og Ranka
getur ekki stilt sig. Það hnussar í
henni og hún hristir höfuðið. Það
gengur aldeilis fram af henni. Það
er rétt komið að henni að standa upp
°g þrífa af henni bókina en þá
smeygir Þórgunnur bókinni aftur
undir koddabrúnina, og yfir andlit
^ennar breiðist nú bleikur roði.
. anka grettir sig — þótt undir lestr-
iuum sé — það er til einhvers að
gefa henni Þórgunni kvæðin hans
önasar Hallgrímssonar.
Ranka gamla reynir að hafa sig
alla við að missa ekki af neinu orði,
en athygli hennar dregst frá lestrin-
um og að Þórgunni. Hér er eitt-
hvað á seiði. Undanfarið hefir hún
marg gripið Þórgunni að því að
standa og stara eitthvað út í bláinn.
Eins og hér sé nokkuð nýtt eða ó-
venjulegt að sjá. Fjöllin eru þau
sömu og þau voru í gær, og áin er
eins og hún hefir alltaf verið lygn og
tær. Holtin, móarnir, hálsarnir og
vallendis bakkarnir færast ekki úr
stað, eða breyta útliti á neinn hátt,
nema hvað allt klæðist til skiftis
hvítum og grænum feldi. En það
endurtekur sig ár eftir ár, og er ekki
neitt nýtt né furðulegt.
Nei það er eitthvað annað, sem
veldur. Það er að vakna til lífs í
brjósti hennar eitthvað, sem fyrr
eða síðar gerir vart við sig í öllum
manneskjum. Eitthvert afl, sem
ekki er svo gott að flýja frá eða
komast undan. Ranka gamla skilur
þetta öðrum fremur því að gamlar
manneskjur hafa líka einu sinni ver-
ið ungar.
Þessi dreymandi augu Þórgunnar,
svipur hennar og hreyfingar líkjast
meir og meir ömmu-systur hennar,
sem dáin er fyrir mörgum árum.
Það er vafasamt, hvað mikil gæfa
það er að líkjast konu þessari. Nafn
hennar er aldrei nefnt í ættinni.
Nafn hennar á að gleymast. Ranka
gamla gerir krossmark á brjósti sér
til þess að bægja frá öllu óhreinu,
því að enginn sér eða skilur hvað er
á sveimi, eða hvað leitar að. Það
getur svo sem verið margt og marg-
víslegt. Makt myrkranna er sterk
og ógnandi.
Systurnar sofa saman, og þegar
ljósið er slökt þá snýr ljóshærða