Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 87
EYJÓLFUR SIGURJÓN GUÐMUNDSSON
69
bækur. Þann 8. des. 1937 (tæpum
mánuði áður en hann lézt) skrifar
hann mér “í gærdag byrjaði eg að
líma inn nýja bók. Byrjar bók þessi
með kvæðum og ræðum til séra
Rögnvaldar Péturssonar í minningu
um 60 ára afmæli hans. Þykir mér
vænt um, að hans var minst svo
rækilega. Fyrsta ár mitt hér vestan
hafs kyntist eg séra Rögnvaldi, og
síðan hefir mér verið hlýtt til hans.”
Eyjólfur mintist oft (í bréfum
sínum) á ýmsa góða menn, sem hann
kyntist í Tacoma á síðari árum. Hús
hans var allnærri Puget Sound Col-
lege, og kyntist hann sumum af
kennurunum og nemendunum þar.
Urðu sumir þeirra alúðarvinir hans.
Og margt hérlent fólk hafði réttari
og glöggari hugmynd um ísland og
íslendinga eftir að hafa kynst hon-
um, en það hafði áður haft. Hann
setti sig aldrei úr færi, að fræða ann-
ara þjóða menn um það, sem hann
áleit bezt í íslenzkum bókmentum.
Hann og kona hans máttu því teljast
uieð útvörðum íslenzks þjóðernis.
Ug það er rétt, sem Mrs. Purdy
(frændkona Eyjólfs) segir í kvæði,
sem hún orti við fráfall hans:
“Fallinn er frændi
En vel unnið verk
Verður oss, löndum, til sóma.”
U& þetta:
Orðin þin hljóma sem lifandi ljóð
Langt fram í aldir með vaxandi þjóð.”
1 bréfum sínum til mín mintist
Hyjólfur aftur og aftur á hið fallega
°S friðsæla heimili sitt í Tacoma,
°& hina góðu og gáfuðu konu, sem
^ann átti; hann mintist líka oft á
hið drenglundaða frændfólk þeirra
hjónanna, á hina góðu nágranna
þeirra, og hina mörgu, trúföstu vini,
sem þau höfðu eignast. — Eyjólfur
var af hjarta þakklátur fyrir allt,
sem honum var gert gott. Og það
gladdi hann innilega, þegar hann
fékk bréf frá þeim, sem honum var
vel til. Síðasta bréfið, sem hann
skrifaði mér, er dagsett þann 31.
des. 1937. Hann segir þar: “í þetta
sinn fengum við (þ.e. hann og
Lukka) fleiri jólakort og bréf um
jólin, en við höfðum áður fengið.
Meðal þeirra, sem voru svo góðir að
skrifa okkur, voru þeir séra Rögn-
valdur og dr. R. Beck. Við höfðum
regluleg jól í þetta sinn. Og frænka
mín, Sigríður Purdy, kom og var hjá
okkur á jólunum. Gerði hún allt,
sem hún gat, til að skemta okkur
sem bezt.”
Eins og eg tók fram áður þá var
það aðeins einu sinni, sem eg sá
Eyjólf Sigurjón. En samt finst mér,
að eg hafi fáa menn þekt eins vel og
hann, og er það að þakka hinum
mörgu sendibréfum, sem hann skrif-
aði mér. Og þau góðu og skemtilegu
bréf hafa sannfært mig um það, að
Eyjólfur hafi verið einn hinna mæt-
ustu og vinsælustu manna meðal
Vestur-íslendinga, gáfaður maður
og gott skáld, og frábærlega vel að
sér og vel mentaður, þó að hann væri
ekki skólagenginn. Þau hafa sann-
fært mig um það, að hann hafi ver-
ið maður trygglyndur og vinfastur
með afbrigðum, maður, sem ekki
vildi vamm sitt vita, maður, sem
vinir hans máttu treysta í blíðu og
stríðu, maður, sem allir höfðu gott
af að kynnast, hjartahreinn maður í
orðsins fylstu merkingu — og góð-
ur íslendingur.