Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 88
70
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Eyjólfur Sigurjón Guðmundsson
var fæddur þann 11. maí 1873 að
Fjósum í Laxárdal í Dalasýslu. —
Foreldrar hans voru >au Guðmund-
ur Guðbrandsson og María Jóns-
dóttir. Misti Eyjólfur föður sinn,
er hann var 23 daga gamall. Sjö
árum síðar giftist móðir hans aftur.
Seinni maður hennar var Magnús
Jónsson frá Syðra-Skógarnesi í
Miklaholtshreppi, og var móðir hans
Kristín dóttir Þorleifs læknis í
Bjarnarhöfn. Þau Magnús og María
bjuggu að Saurum í Staðarsveit í
Snæfellsnessýslu frá 1883 til 1887,
þau eignuðust tvö börn: stúlku,
sem dó í æsku og dreng, sem enn er
á lífi og býr í Tacoma, Wash., og
heitir Jón Björgvin Guðmundur. —
Magnús (stjúpfaðir Eyjólfs) fluttist
til Ameríku sumarið 1887, og María
og drengirnir árið eftir. Þau sett-
ust að nálægt Hallson í N. Dakota
og voru þar þangað til árið 1895, að
þau fluttu sig til Roseau-bygðarinn-
ar í Minnesota. Eftir 5 ára dvöl þar
fluttust þau til Pine Valley-bygðar í
Manitoba, og þaðan fluttust þeir
Eyjólfur og bróðir hans vestur að
hafi (til Tacoma) árið 1910; og
þar átti Eyjólfur heima það, sem
eftir var æfinnar. Hann vann
lengstum algenga daglauna-vinnu,
en var um eitt skeið vökumaður við
verkstæði (eða mylnu) í Tacoma. —
Hann kvæntist þann 2. ágúst 1926
og gekk að eiga Lukku dóttur Gísla
Eyjólfssonar og Þórunnar Einars-
dóttur Guðmundssonar í N. Dakota,
og eru þau ættuð úr Fljótsdalshéraði
í Múlasýslu. Þeim Eyjólfi og Lukku
varð ekki barna auðið. — Eyjólfur
dó að heimili sínu í Tacoma þann 5.
jan. 1938. Hann var búinn að vera
mjög heilsutæpur í mörg ár.
KVÖLD (í Frakklandi)
Eftir Huldu
Vínhæðir loga við lækkandi sól,
skyggir í ána,
skógardjúp blána,
berast frá kirkjunni klukkna hljóð:
Friður, friður friður!
Blessun guðs yfir hjarðmannsins hjörð,
hvíslandi akra, blánandi fjörð,
bóndans og fiskimanns harða hönd,
hoppandi börn um velli og strönd,
mæðranna þolgóðu þreyttu önd.
Friður, friður friður!
Nú hnígur guðs sól í hafið niður, —
en englar verja og vernda hvern mann,
sem vakir og biður.