Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 90

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 90
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA 72 prestar munu hafa gert það að skyldu sinni að senda blöðunum nöfn þeirra persóna, er þeir hafa gift, ef bæði eða annaðhvort hafa verið íslenzk. Að vísu mun nokk- uð hafa brugðið út af þessu hjá þeim, sem átt hafa heima í mik- illi fjarlægð við blöðin, einkan- lega ef þeir hafa átt heima í Bandaríkjunum. Og náttúrlega hafa ekki aðrir prestar, sem gefið hafa saman íslenzk hjón, gert sér neitt far um að láta þess getið í íslenzku blöðunum, nema að sérstaklega hafi á staðið eða þess hafi verið æskt af hlutaðeigendum. En þrátt fyrir það þó hvergi nærri allra íslenzkra gift- inga sé getið í íslenzku blöðunum, má fá furðu áreiðanlegt yfirlit úr þeim. Eg hefi gert tilraun til að komast eftir, hversu mikill hluti íslenzkra karla og kvenna sem gifst hafa hér vestan hafs, hafi gifst út úr þjóð- flokknum. Hér er ekki um neitt heildaryfirlit að ræða, af þeim á- stæðum, sem þegar hafa verið teknar fram, heldur aðeins lauslegt yfirlit, sem þó nær yfir allan tímann, sem íslendingar hafa dvalið hér, og nær jafnt til hinna smærri og afskektari bygðarlaga þeirra sem hinna stærri. Athugun sú, sem niðurstöður mínar eru bygðar á, er að eg hygg, nógu víðtæk til þess að hún sýni nokkurn vegin rétt hlutföllin milli íslenzkra giftinga og blandaðra, frá því á fyrstu landnámsárum og niður til yfirstandandi tíma. Við samningu þessa yfirlits hefi eg farið eftir blöð- unum, Heimskringlu og Lögbergi, Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar og Minningarriti íslenzkra hermanna. Nokkrar upplýsingar um fyrstu árin hefi eg og fengið úr prestsþjónustu- bók séra Páls Þorlákssonar og víðar að. Heimildir þessar eru að vísu nokkuð mikið bundnar við þá staði, þar sem fslendingar hafa verið fjöl- mennastir, og mætti þess vegna ef til vill segja, að hæpið sé að byggja nokkrar almennar ályktanir á þeim; en eins og koma mun í ljós síðar í yfirliti þessu, raskar það varla til muna hlutföllunum. Giftingar þær, sem eg hefi athug- að, eru næstum eitt þúsund að tölu og ná yfir allt tímabilið, sem fslend- ingar hafa dvalið vestan hafs. Þau bygðarlög, sem eg hefi ekki getað fengið neinar upplýsingar um, eru bæði fá og smá. Þótt þess vegna að talan sé ekki hlutfallslega mjög há, ætti hún samt sem áður að vera nægilega há til þess að gefa nokk- urn vegin ljósa hugmynd um, hversu stór sá hluti Vestur-íslendinga er, sem hefir gifst fólki af öðrum þjóð- um. Stundum hefi eg verið í vafa um, hvort telja skyldi mann eða konu íslenzk, en þá hefi eg fylgt þeirri reglu, að telja alla íslendinga, sem af íslendingum eru komnir í aðra ætt og gifst hafa íslendingum. Frá hvaða sjónarmiði sem skoðað er verða afkomendur þeirra að telj- ast íslendingar fremur en nokkuð annað. Fyrsta íslenzka manneskjan, sem eg hefi getað fundið að gifst hafi vestan hafs, giftist í Utah árið 1860; var hún íslenzk kona, sem gekk að eiga “enskan” mann. (Það skal tek- ið fram, að í fregnum af þessu tæi eru menn oftast taldir “enskir”, ef þeir eru enskumælandi, án frekara tillits til þjóðernis þeirra). Eins og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.