Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 91
UM GIFTINGAR ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI
73
kunnugt er, fluttust nokkrir menn
og konur frá íslandi til Utah á milli
1850 og 60. Verið getur að ein-
hverjir þeirra hafi gifst þar fyrir
1860, en að líkindum hafa þeir verið
mjög fáir. Um sama leyti fluttust
og nokkrir íslendingar til Brazilíu,
en um þá er lítið kunnugt annað en
það, að þeir munu hafa runnið sam-
an við þarlent fólk og tekið upp
portúgisku sem sitt mál.
Frá 1870 til 73 settust nokkrir ís-
lenzkir innflytjendur að í Wisconsin
i'íkinu í Bandaríkjunum. Fáeinir
ílentust þar, en aðrir fluttust burt
Þaðan eftir skamma dvöl. Nokkrir,
sem settust að á Washington eyj-
unni í Michigan vatninu, bjuggu þar
til æfiloka. Fyrsti íslendingurinn,
sem gifti sig þar, gekk að eiga írska
stúlku; það var árið 1874. Næsta
ar g'iftust þar ein íslenzk hjón og svo
tvenn tveimur árum síðar. Af þeim
sem fluttust burt úr Wisconsin eftir
skamma dvöl, fóru sumir vestur r
bóginn til Minnesota, en aðrir suður
til Nebraska. Fyrstu íslenzku hjón-
io, sem giftust í íslenzku bygðinni í
Minnesota (Lyon County), voru gef -
in saman 1875. Árið áður höfðu ein
íslenzk hjón gift sig í Nebraska.
^ar myndaðist aldrei íslenzk bygð,
enda voru íslendingarnir, sem þang-
að fluttust, allt of fáir til þess að það
Sæti orðið. Afkomendur þeirra
munu hafa blandast þar algerlega
saman við fólk af öðrum þjóðum.
Fyrstu íslendinga bygðirnar í
anada voru í Ontario og Nova
Scotia. íslendingar dvöldu samt ekk'
engi á þeim stöðvum enda var tæp-
ega lífvænlegt á landi því sem þeir
Voru settir á. Flestir þeirra flutt-
Ust vestur til Manitoba og Norður-
Dakota. — Samkvæmt skýrslum
þýzkra presta sem heimsóttu ís-
lenzku bygðina í Nova Scotia hafa
tvenn íslenzk hjón gift sig þar, en
þau geta hafa verið fleiri. Ein ís-
lenzk kona úr nýlendunni giftist
enskumælandi manni og settist að
þar eystra, og einnig mun einn ís-
lenzkur karlmaður, er var í þeirri
bygð, hafa gifst innlendri konu. —
Fleiri giftingar fslendinga hafa ef
til vill átt sér stað þar, en ekki hefi
eg séð þess getið. Þeir fáu, sem
eftir urðu í Ontario, þegar aðalhóp-
urinn fór þaðan, munu nú vera dánir
og afkomendur þeirra horfnir úr
tölu íslendinga.
Svo sem kunnugt er, kom fyrsti
hópur íslendinga til Manitoba (Nýja-
íslands) haustið 1875. Fyrsta árið
var nýlendan prestlaus, og líklega
hafa fáir eða engir gift sig þá. En
haustið 1876 kom séra Páll Þorláks-
son þangað, þó aðeins snögga ferð í
það sinn. Ári síðar kom séra Jón
Bjarnason, og höfðu þeir báðir
prestsþjónustu þar á hendi um tíma.
Séra Jón fór vorið 1880 til íslands,
og um líkt leyti eða nokkru fyrr, fór
séra Páll til Dakota. Meðan séra
Jón var í Nýja-íslandi gifti hann tíu
hjón, öll íslenzk. Séra Páll gifti
tuttugu og sex hjón á tímabilinu frá
1876 til 80 og voru þau öll íslenzk.
Að líkindum hafa ekki öll þessi hjón
átt heima í Nýja-íslandi, því báðir
prestarnir heimsóttu af og til ís-
lendinga í Winnipeg, sem voru bú-
settir þar frá 1876. Sömuleiðis hafði
séra Páll á hendi að einhverju leyti
prestsþjónustu meðal íslendinga
sunnan landamæranna, bæði í Minne-
sota og Norður-Dakota, áður en