Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 92
74
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hann fór alfarinn suðui*. Hann dó,
eins og kunnugt er, árið 1882 í ís-
lenzku bygðinni í Dakota.
Árið 1880 giftist íslenzkur maður
enskri stúlku á Gimli, og mun það
hafa verið fyrsta blandaða giftingin
í Nýja-íslandi.
f Winnipeg voru fyrstu íslenzku
hjónin gift árið 1876. Einhverjir
örfáir fslendingar munu hafa stað-
næmst þar árið áður, þegar þeir sem
verið höfðu í Ontario fluttust til
Nýja-íslands. Voru það einkum
stúlkur, sem fóru í vistir í Winnipeg
og grendinni. Ekki voru sumar
>eirra búnar að vera þar lengi áður
en þær komust í nógu náin kynni við
innlenda menn til að stofna til hjú-
skapar með þeim; sú fyrsta mun
hafa gifst hér um bil einu ári eftir
að hún kom þangað; og um fjórar
íslenzkar konur þar er getið, sem
giftar voru innlendum mönnum fyr-
ir 1880, en vel geta þær hafa verið
fleiri, og er enda líklegt að svo hafi
verið.
Á þessu tímabili, frá því íslend-
ingar fyrst komu vestur og fram að
1880, lætur nærri að blönduðu gift-
ingarnar, þ. e. íslenzkur maður og
íslenzk kona gifst annara þjóða konu
eða manni, hafi verið 16%. óneit-
anlega góð byrjun. Auðvitað er ó-
mögulegt að vita hversu mörg ís-
lenzk hjón hafa gift sig á þessu
tímabili, né heldur hvað margar
blönduðu giftingarnar hafa verið.
En það má gera ráð fyrir að hlutföll-
in milli allra hjónabanda hafi verið
mjög svipuð og á milli þeirra, sem
vitneskju er hægt að fá um. Það
virðist því ekki fjarri sanni, að
áætla að á fyrstu tveimur áratug-
unum hér vestra hafi einn sjötti til
einn sjöundi hluti allra giftinga
meðal íslendinga verið blandaðar.
Á fyrri helmingi næsta áratugs,
frá 1880 til 90, er ekki margra gift-
inga getið. Séra Jón Bjarnason kom
ekki aftur frá íslandi fyrr en 1884.
Halldór Briem hafði á hendi prests-
þjónustu í Nýja íslandi, Minnesota
og eitthvað lítilsháttar í Winnipeg
á árunum 1880 til 82. Sjálfsagt hef-
ir hann gift einhver hjón, þó að eg
hafi hvergi séð þess getið. Á þessu
tímabili hafa íslendingar sennilega
oft orðið að leita til innlendra presta
með gftingar og önnur prestsverk.
Nokkrir þeirra sem þá voru búsettir
í Winnipeg, sóttu um þetta leyti og
enda síðar nokkuð kirkju eina í
bænum, sem kölluð var Central
Congregational Church. Hafa þeir
að líkindum látið prest þeirrar
kirkju vinna einhver prestsverk fyr-
ir sig.
íslenzka nýlendan í Norður-Da-
kota var stofnuð árið 1878, og á
næstu árum fluttist þangað f jöldi ís-
lendinga. Einhver af þeim hjónum,
sem séra Páll Þorláksson gaf sam-
an, hafa eflaust átt þar heima. Á
áunum 1883 til 85 er getið um átta
blandaðar giftingar þar, en vel get-
ur verið að þær hafi byrjað eitthvað
fyrr. Á þessum árum giftust tvær
íslenzkar stúlkur norskum mönnum
og þrjár “enskum” mönnum; tveir
íslenzkir karlmenn giftust “enskum”
stúlkum og einn þýzkri. Vitanlega
hafa íslenzku giftingarnar verið
miklu fleiri en þetta, og það má gera
ráð fyrir að blönduðu giftingarnar
hafi verið nokkru færri þar hlut-
fallslega um þetta leyti en t. d. í
Winnipeg, þar sem íslendingar höfðu