Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 94
76
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
eldrum hér vestra, var að vaxa upp.
íslendingar voru enn ekki til muna
farnir að taka þátt í félagslegu lífi
með öðru fólki hér, og héldu sig enn
nokkuð út af fyrir sig, að minsta
kosti í sveitum. Allt þetta stuðlaði
að því að blönduðu giftingunum
fjölgaði ekki að sama skapi og fólk-
inu fjölgaði, bæði af innflutningi
og fæðingum. Þess vegna má óhætt
gera ráð fyrir að á þessum áratug
og þeim næsta, eða eiginlega þangað
til stríðið hófst, hafi blönduðu gift-
ingarnar verið hlutfallslega nokkuð
lægri en á fyrstu tuttugu árunum
frá 1870 til 1890. Þær munu aldrei
hafa verið færri en um og eftir alda-
mótin. Mér þykir líklegt að þær
hafi til jafnaðar á þessum rúmlega
tuttugu árum verið einhvers staðar
frá 10 til 15%.
í grein þeirri eftir hr. Snjólf
Austmann, sem áður er á minst, er
sagt, að 70 íslenzkar konur séu í
Winnipeg giftar annara þjóða mönn-
um, og 24 íslenzkir karlmenn giftir
annara þjóða konum. Greinin er
skrifuð 1914. Það má telja nokkurn
vegin víst að þessar tölur séu mjög
nálægt því að vera réttar; höfund-
urinn var gagnkunnugur í bænum
og hafði lengi átt þar heima. Nú
verður ekki vitað hvaða hundraðs-
tala þessi 94 hjón eru af öllum ís-
lenzkum hjónum, sem þá áttu heima
í Winnipeg. Margar íslenzku kon-
urnar, sem giftar voru annara
þjóða mönnum, hafa auðvitað
verið giftar þá fyrir löngu; síð-
ur er það með karlmennina, því
yfir höfuð giftust ekki margir
af þeim annara þjóða konum fyr
en eftir stríðið. Nú ber þess að
gæta, að hlutfallslega hafa blönduðu
giftingarnar verið flestar í Winni-
peg, og það enda þó gert sé ráð fyrir,
sem sjálfsagt má, að margar af
þeim íslenzku konum þar, sem gifst
höfðu annara þjóða mönnum á
fyrsta tímabilinu, hafi verið komnar
burt úr bænum árið 1914. Geri
maður ráð fyrir að blönduðu hjóna-
böndin hafi þá verið 20% í Winni-
peg, sem er auðvitað aðeins ágizkun,
þá hafa öll íslenzk hjónabönd þar, að
frádregnum þeim hjónum, sem
komu gift frá íslandi, verið 470. Ef
til vill er þessi ágizkun ekki rétt;
blönduðu hjónaböndin gætu hafa
verið meira en 20%, varla minna.
En þar sem þau hafa verið mikið
færri annars staðar í bygðum ís-
lendinga og sums staðar aðeins örfá,
má gera ráð fyrir, að þau hafi yfir-
leitt verið allmikið fyrir neðan 20 %,
varla meira en 15%.
Á stríðsárunum og eftir þau verð-
ur mikil breyting á þessu, blönduðu
giftingunum fjölgar þá stórum, sem
stafar einkum af því, að fleiri ís-
lenzkir karlmenn fara þá að giftast
annara þjóða konum; margir íslend-
ingar, sem í herinn fóru giftust
enskumælandi konum. Eg hefi litið
yfir nokkuð á annað hundrað nöfn ís-
lenzkra hermanna, sem giftust á
stríðsárunum og næstu árin eftir
stríðið, og af þeim hafa 36% gifst
konum, sem ekki eru íslenzkar. En
það voru ekki aðeins menn, sem í
herinn gengu, sem áttu drjúgan þátt
í því að fjölga blönduðu giftingun-
um, mikill fjöldi annara fslendinga
hefir gifst út úr þjóðflokknum síð-
astliðin 15 til 20 ár. Síðastliðin sex
til sjö ár lætur nærri að blönduðu