Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 97
UM GIFTINGAR ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI
79
ingar. En líklega er aðalástæðan
fyrir giftingum Skota og íslendinga
sú, að Skotar eru yfirleitt duglegir
°g framtakssamir menn; og hér í
Vestur-Canada að minsta kosti í
fremstu röð hvað mannvirðingar
snertir. Ráðahagur við þá hefir
verið fremur girnilegur frá praktisk-
um sjónarmiðum skoðað, og það er
engin ástæða til að ætla annað en
að það hafi oft ráðið miklu um
hversu oft íslenzkar konur hafa virst
taka Skota fram yfir menn af öðrum
hjóðflokkum. Margar íslenzkar
stúlkur hafa gifst frum, og verður
hó naumast sagt með sanni, að frar
°g fslendingar séu líkar þjóðir. —
Hvort sem keltnesku einkennin í fari
°kkar fslendinga eru eins mikil og
sumir vilja halda eða ekki, þá eru
hað þau sem gera okkur ólíkari
skandinavisku þjóðunum, sem við
ei’um skyldastir og líkastir heldur en
þær eru sín á milli. Annars er allt
^Jög óvíst enn sem komið er með
uhrifin, sem móta skapgerð þjóða:
°g er líklegt að ýms náttúruskilyrði
°g hfshættir, sem skapast af ytri
uauðsyn ráði þar eins miklu og
hi’eint arfgengi.
Sé nú þetta tengdafólk okkar ís-
endinga hér vestan hafs flokkað
tir hjóðernislegum uppruna þess,
f tir því sem unt er að gera það,
kemur í ljós að 75% af konum þeim,
®pm íslenzkir karlmenn hafa gifst,
j1 eyra enskumælandi þjóðum, ná-
9% eru skandinaviskar, hér
um bil 8% franskar, 5% slafneskar
um 3% þýzkar. Þess skal getið að
ei eru aðeins taldar þær, sem eng-
j?n VaH er á af hvaða bergi séu
^otnar. Náttúrlega gæti þessi út-
°ma orðið nokkuð’ önnur, ef ná-
kvæmar upplýsingar væri hægt að
fá, en varla mundi hún þó breytast
til stórra muna. Allar konur eru
hér taldar slafneskar, sem eru kall-
aðar pólskar, rúthenskar eða rúss-
neskar, og sömuleiðis þær franskar,
sem eru annaðhvort af hreinum
frönskum ættum eða komnar af
Frökkum í aðra ætt og Indíánum í
hina. Nokkuð annað verður uppi á
teningnum þegar karlmenn þeir, sem
íslenzkar stúlkur hafa gifst, eru
flokkaðir eftir þjóðerni; stúlkurnar
hafa auðsjáanlega ekki verið alveg
eins gefnar fyrir fjölbreytni í þess-
um efnum og karlmennirnir. 86%
hafa gifst mönnum af enskumælandi
þjóðum, 9% Skandinövum og af-
gangurinn mest þýzkum eða frönsk-
um mönnum. örfáar hafa gifst
mönnum af öðrum þjóðernislegum
uppruna, ítölskum, mexíkönskum,
finnskum og ef til vill nokkrum öðr-
um, en þær eru varla teljandi, þó
stundum hafi verið haft allmikið orð
á mjög óvenjulegum giftingum ís-
lenzkra stúlkna. Það er eftirtekt-
arvert hversu fáir íslendingar, karl-
ar og konur, hafa gifst Skandinöv-
um; og virðist það vera gildandi
regla meðal fslendinga, og sjálfsagt
annara þjóðflokka hér í landi líka,
að þeir sem giftast út úr sínum þjóð-
flokki leitist helzt við að tengjast
enskumælandi þjóðunum, Skotum,
Englendingum, írum, Canada-mönn-
um og Bandaríkja-mönnum. Ástæð-
urnar fyrir því eru, eins og bent hef-
ir verið á, félagslegar; kynnin hafa
eðlilega verið meiri og nánari að öll-
um jafnaði við innlent fólk, sem svo
er kallað, heldur en við aðra inn-
flytjendur, nema þar sem svo sér-
staklega hefir staðið á að íslending-