Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 101
ÞJÓÐRÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
83
auka eftirlit með fiskiveiðum við fsland eftir samkomulagi við Danmörku.
5. Fæðingarréttur. Löggjafarvald hvors lands um sig getur þó veitt
fæðingarétt með lögum og nær hann þá til beggja landa.
6. Peningaslátta.
7. Hæstiréttur. Þegar gjörð verður breyting á dómaskipun landsins,
getur löggjafarvald íslands þó sett á stofn æðsta dóm í íslenzkum málum.
Meðan sú breyting er eigi gjörð, skaj þess gætt, er sæti losnar í hæsta-
rétti að skipaður sé þar maður með sérþekkingu á íslenzkri löggjöf og
kunnugur sé íslenzkum högum.
8. Verzlunarfáninn út á við.”
öll þessi málefni voru uppsegjanleg nema 1—3 (§9). Jafnvel á móti
vhja Danmerkur gat ísland eftir 37 ár ákveðið, að þessi málefni skyldu
ekki lengur vera sameiginleg fyrir ísland og Danmörku. 25 árum eftir
að lögin gengu í gildi, gat ísland krafist endurskoðunar á þeim, einnig á
Þeim málum, sem annar aðili ekki gat sagt upp á eigin spýtur á móti
vilja hins.
Fékk nú ísland ríkisforráð þeirra málefna, er skyldu vera sameiginleg
fyrir fsland og Danmörku? Á því bygðist sú þjóðréttar- og ríkisréttarstaða,
er ísland skyldi öðlast. Eg get ekki séð annað, en að fsland hafi líka átt
að fá ríkisforræði í þessum málum, og að 6. grein frumvarpsins gjöri
skýrt út um það. í þessari grein stendur sem hér segir: “Þangað til öðru-
vísi verður ákveðið með lögum, er Ríkisþing og Alþingi setja og konungur
staðfestir, fara dönsk stjórnarvöld einnig fyrir hönd fslands með mál þau,
sem eru sameiginleg samkvæmt 3. grein. Að öðru leyti ræður hvort landið
um sig að fullu sínum málum.”
ísland hefði sem sé fengið vald yfir öllum sínum málum, þótt það með
serstökum samningi hefði heimilað Danmörku að fara með ýms mál í nafni
islands m. a. utanríkismálin og hermálin.
Að því er mér virðist hefði ísland orðið sjálfstætt ríki í ríkjasambandi
(vealunion) við Danmörku, ef nefndarfrumvarpið hefði verið samþykt.
Þegar í fyrstu grein hins dansk-íslenzka samnings er lögð áherzla á,
að fsland sé frjálst og sjálfstætt ríki (fullvalda); og að það raunverulega
hefði orðið þannig, sést einnið á því, að ísland hefði fengið sjálfsforræði í
ellum sínum málum og gengið í samband við Danmörku af fullkomlega
ti'jálsum vilja. Ekkert “yfirríki” hefði verið myndað, þótt það við fyrsta
yfirlit gæti legið nærri að álíta það vegna orðanna í fyrstu grein: “veldi
Eanakonungs,” (det samlede danske Rige). Þetta var svo orðað aðeins tii
vægðar við “metnað” hinnar dönsku þjóðar, en hafði enga réttarlega þýð-
lngu. Sambandið milli íslands og Danmerkur hefði orðið ríkjasamband
(realunion) líkt eins og milli Austurríkis og Ungverjalands. Hvað þessi
riki snertir var hið opinbera heiti þeirra “ríkishelmingar” og þau voru
«1 skiftis kölluð “Austurrísk-Ungverska Ríkið” og “Austurrísk-Ung-
verska konungsríkið” eins og t. d. í lögunum frá 21. desember 1867, þar
sem það leit svo út við fyrsta yfirlit að bæði löndin væru eitt ríki. Svo var