Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 102
84
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þó ekki í raun og veru. Flestir lögfræðingar álitu, að sambandið milli
Austurríkis og Ungverjalands væri ríkjasamband (realunion) og að bæði
löndin hafi verið sjálfstæð ríki.
önnur grein frumvarpsins var harla varhugaverð. Hún er þannig:
“Skipun sú, er gildir í Danmörku um ríkiserfðir, rétt konungs til að
hafa stjórn á hendi í öðrum löndum, trúarbrögð konungs, myndugleika
hans og um ríkisstjórn er konungur er ófullveðja, sjúkur eða fjarstaddur,
svo um það er sæti konungs er laust og enginn ríkisarfi til, skal einnig gilda
að því er til ísiands kemur”. Með því að ganga inn á þetta hefði ísland
gefið upp þann rétt, að geta átt kost á að taka þátt í konungskosningu þ. e.
það gaf Danmörku umboð til að framkvæma slíka kosningu einnig fyrir
hönd íslands.
Þetta þýðingarmikla umboð gaf ísland þó Danmörku af frjálsum
vilja sem fullvalda ríki; og það liggur í hugtaki fullveldisins að það
getur takmarkað sjálft sig, án þess þar með að gjöra sig að engu. Sam-
kvæmt 9. grein hefði eftir 25 ár getað farið fram endurskoðun á öllum
samningnum og þar með einnig á 2. grein.
Til þess að Danmörk gæti ekki breytt konungserfðalögum sínum upp
á eigin spýtur eftir að samningurinn væri genginn í gildi, hafði ísland —
sem eg síðar fékk að vita frá íslenzkum heimildum — í hyggju, að setja inn
í stjórnarskrána ákvæði í þessum málum, er væru samhljóða tilsvarandi
greinum í dönsku stjórnarskránni. Hvorki í Danmörku eða á íslandi skyldi
sambandssáttmálinn líkjast stjórnarskrá. Það átti að gjöra út um hin
óleystu fjárhagslegu deilumál á þann hátt, að Danmörk greiddi íslandi lþa
miljón krónur. Mér virðist það vera hafið yfir allan efa, að ef nefndar-
frumvarpið hefði orðið að lögum, þá hefði ísland líka frá sjónarmiði þjóð-
réttarins verið viðurkent sem ríki. Því þá hefði ísland haft möguleika til
þess að komast í stjálfstæð sambönd við erlend ríki, og þótt það hefði ekki
til þess sína eigin sendiherra og ræðismenn, þá voru hinir dönsku sendi-
herrar og ræðismenn einnig fulltrúar íslands.
Krafa Þingvallafundarins 1906, að ísland skyldi verða “frjálst land í
persónusambandi við Danmörku og með fullu jafnrétti og fullum yfirráðum
yfir öllum sínum málum” og sömuleiðis þau orð, sem hinn íslenzki stjórn-
málamaður Bjarni Jónsson frá Vogi iét sér um munn fara í fyrirlestri í
Stokkhólmi, er fóru í sömu átt, hefði án efa verið fullnægt, ef nefndarfrum-
varið hefði orðið að lögum.1)
Hefði frumvarpið verið samþykt, hefði Gamli Sáttmáli verið afnum-
inn og nýr “sáttmáli”, nýr samningur, komið í staðinn.
§7. ísland fellir nefndarfrumvarpið.
Frumvarpið var þvínæst tekið til meðferðar á Alþingi, og Alþingis-
kosningar fór fram í september 1908 — eftir nýjum lögum, er juku kjós-
l)Eg hélt því fram í “Det dansk-islandska unionsförslaget’’ (hið dansk-islenzka sam-
bandsiagafrumvarp), sérprentun úr greinasafni í biaðinu “Upsala” maí 1908.