Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 106
88
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
frumvai’pið verður samþykt, má segja, að Danmörk hafi einnig takmarkað
fullveldi sitt, að svo miklu leiti sem hún getur ekki rofið sambandið við
ísland upp á eigin spýtur. Lög, sem ákveða stöðu gagnvart öðru ríki, svo
að hægt sé að breyta henni án samþykkis þess ríkis, fela í sér enga tak-
mörkun fullveldisins. Það er undir ákvæðum þeirra komið, að hve miklu
leiti þau takmarka fullveldið. Ef í þeim eru einhver ákvæði, sem hafa
uppgjöf sjálfsákvörðunarréttarins í sér fólgin, og ekki er hægt að afnema
upp á eigin spýtur, þá álít eg að fullveldið sé í raun og veru gefið upp. Það er
því undir því komið, hvaða ákvæði standa í því lagafrumvarpi, sem um
er rætt.
Af ákvæðum 3. greinar er að minnsta kosti ein þannig (7. atriði) að
hún takmarkar fullveldið; en þar sem hún er uppsegjanleg eins og aðrir
hlutar greinarinnar að undanteknum 1—3, er hún ekki bindandi. Aftur á
móti hefir ísland samkvæmt 2. grein látið af hendi við Danmörku ákvörð-
unarréttinn um konungserfðir, stjórn í forföllum konungs og konungs-
kosningu. í þessu atriði er það hin danska stjórnarskrá sem ræður, og
það er ósamræmanlegt við fullveldið. Fyrir fullveldi beggja aðilja sem
aðeins eru í persónusambandi, bæri að krefjast þess, að hvor hefði sín eigin
lög um konungserfðir.
Það er ef til vill enn þýðingarmeira að ísland uin allar aldir gefur upp
rétt sinn til að ákveða stöðu sína gagnvart erlendum ríkjum. Ríki, sem
hefir ekki þennan rétt, er ekki fullvalda. Hér má taka dæmi til skýringar:
Bayern var fyrir 1871 fullvalda ríki. En þegar það svo gaf upp réttinn
til að fara með utanríkismál sín, glataði það fullveldi sínu. Það ríki, sem
hafði hagnaðinn af þessu, varð þá fullvalda gagnvart Bayern. Þetta
ríki var hið þýzka Keisaradæmi. Ef ísland hefði gefið upp þennan rétt
fyrir sameiginlegu dansk-íslenzku ríki, sem það hefði tekið þátt í að
mynda, þá hefði það — nákvæmlega eins og Danmörk í þessu tilfelli —
ekki lengur verið fullvalda. Þá hefði hið sameiginlega ríki orðið fullvalda.
Þá væri sambandið ekki lengur sambandsríki heldur bandaríki (Bundes-
staat). Nú gefur það upp valdið yfir utanríkismálunum fyrir hinum samn-
ingsaðiljanum í sambandinu. Þá verður sá aðili hið fullvalda ríki.
Afstaðan verður því eftir minni skoðun þessi: Danmörk og ísland eru
tvö veruleg ríki — þannig er hægt að kalla þau bæði frjáls og sjálfstæð —
sameinuð í ríkjasamband (realunion), þar sem Danmörk er fullvalda, en
ísland ófullvalda.”!)
Prófessor Bredo Morgenstierne, Oslo, skrifar um nefndarfrumvai’pið
m. a.:1 2> “Þrátt fyrir einstök atriði, er benda í gagnstæða átt, ber sam-
kvæmt frumvarpi því, er fyrir liggur ekki að skoða hið dansk-íslenzka
1) Acta Isl. Lundb., B, 1908, 2. júlí, Boethius.
2) Bredo Morgenstierne, Den dansk-islandske Statsforbindelse efter Kommissionsud-
kastet af 1908, ‘‘Tidsskrift for Retsvidenskab” Kristiania 1908 bls. 33, — Sama grein
birtist líka í “Jahrbuch des öffentlichen Rechts,” Band 3, Tubingen 1909, bls. 520.