Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Qupperneq 108
90
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
stein fór frá og eftirmaður hans varð formaður Alþingis, Björn Jónsson
ritstjóri. Meðal þeirra, er barist höfðu ákafast gegn frumvarpinu, ber að
telja hinn áðurnefnda Bjarna Jónsson frá Vogi.
Skýra mynd af ástandinu fyrir kosningarnar gaf fyrverandi mála-
flutningsmaður, nú sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, Sveinn Björns-
son. Hann skrifaði á þessa leið:1) “Eg er ekki alveg viss um að við með
þessu frumvarpi' hljótum þá viðurkenningu, sem við getum gjört okkur á-
nægða með. Jafnvel þó ýmislegt í frumvarpinu bendi til þess, að ísland sam-
kvæmt því sé viðurkent sem fullvalda ríki, þá virðist mér það hvergi
koma svo greinilega fram, að ekki sé hægt að efast um það. Og þess
verðum við, veikari aðili, að krefjast. Mér virðist, að í öllu frumvarpinu
sé sókst eftir að komast hjá öllum orðum, sem eftir danskri málvenju væru
eðlilegust, ef það væri meiningin að viðurkenna fullveldi íslands. í 1. grein
stendur “land” staðinn fyrir “ríki”, “ríkissamband” (Statsforbindelse) í
staðinn fyrir “ríkjasamband”. “Det samlede danske Rige” í staðinn fyrir
“hið Dansk-íslenzka ríki”. í 3. grein stendur “Medvirkning” (þátttaka) í
staðinn fyrir “Samtykke” (samþykki), í 8. grein “Nævn” (nefnd) í staðinn
fyrir “gjörðardómur”, o. s. frv. Allt þetta réði þó ekki úrslitum, ef
fullveldi íslands og sjálfstæði gagnvart Danmörku kæmi skýrt í ljós í
frumvarpinu. Eg er þó ekki viss um það.
Það væri ef til vill hægt að lesa það út úr frumvarpinu, að ísland er
viðurkent sem fullvalda á því augnabliki sem frumvarpið verður samþykt,
en tæplega, að fullveldið haldi áfram eftir að búið er að samþykkja frum-
varpið. Fyrir utan hin óuppsegjanlegu utanríkismál og hermál — sem
vafalaust eru óuppsegjanleg þrátt fyrir möguleikann til þess að breyta öllu
frumvarpinu — gefur líka 8. grein Danmörku möguleika til að grípa þannig
inn í málefni okkar, að við getum orðið ófullvalda, þótt við séum það ekki
fyrir. Sem sönnun fyrir fullveldi okkar getið þér þess, að ísland hafi
fullan rétt til að setja inn í sína nýju stjórnarskrá “Konungsríkið ísland”.
Hugsum okkur nú að ísland gjörði það, hvað mundi þá ské? Eg er viss
um að Danir mundu ekki frekar vilja hafa þetta nafn í Stjórnarskrá okkar
en við í frumvarpinu. Þeir mundu taka fyrirvara fyrir því. Við segjum:
“Stjórnarskrá vor er sérmál okkar sem Dönum kemur ekkert við”. Danir
svara: “Að vísu er stjórnarskrá ykkar sérmál ykkar, en þegar eitthvað er
tekið upp í hana, sem samkvæmt skoðun okkar kemur hinum sameiginlegn
málefnum við, þá verður að fara með það eins og fyrirskipað er í sam-
bandslögunum.” Nefndin kemur því saman og ákveður, að ísland sam-
kvæmt lögunum sé ekki konungsríki. Hvað eigum við að gjöra?
Við getum alls ekkert gjört. Og þannig getur það gengið í mörgum
málum. Við erum minni máttar. í veruleikanum verðum við “undirríkið”,
l)Acta Isl. Lundb., B, 1908, 21. júní, Sveinn Björnsson.