Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 110
92
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
vér viljum? Það er hægt að segja í stuttu máli með þessum orðum: Vér
viljum ráða einir — vera sjálfráðir — yfir landi voru, aðeins undirgefnir
þingbundnum konungr, sem sé hinn sami og í Danmörku. Fyrir rúmum
1000 árum námum vér landið, sem þá var einskis manns eign. Þar höfum
vér lifað lífi voru út af fyrir okkur, án þess nokkru sinni að hafa verið
teknir herskildi og án þess nokkru sinni að hafa gefið okkur undir aðra
þjóð. Af frjálsum vilja höfum vér fyr á tímum svarið konungi annars
lands trúnaðar — og hollustueið, og hans réttur gekk síðar á löglegan hátt
yfir til Þjóðhöfðingja enn annarar þjóðar. Þennan eið höfum vér aldrei
hugsað okkur að rjúfa, og hugsum okkur það ekki þann dag í dag.
Þetta held eg sé hið almennasta álit, hin mest útbreidda skoðun á af
stöðunni gagnvart Danmörku og hinni dönsku konungsætt.
Það getur verið, að það megi hrekja hana. Mér er kunnugt um að
lærðir menn deila um hana. En um hvað hafa lærðir menn ekki deilt?
En það er ekki aðalatriðið, um hvað þeir verða á eitt sáttir. Aðal-
atriðið er, að þessar tvær þjóðir geti orðið sammála um fyrirkomulag, sem
af praktisk-pólitískum ástæðum verður að skoðast sem heppilegast fyrir
báða aðilja.
Vér álítum hvorki, að danska þjóðin hafi nokkurt gagn af því að varna
okkur þess, er vér teljum vorn sögulega og af náttúrunni ákveðna rétt, né
heldur að það sé frá vorri hálfu nokkur ástæða til þess að vilja ekki undir
þessum skilyrðum halda áfram að standa í því stjórnmálasambandi, sem
staðið hefir öldum saman. Þetta var líka álit hins ógleymanlega pólitíska
læriföður míns, Jóns Sigurðssonar.”1)
Svona gætilega talaði einn hinna áköfustu forgöngumanna fyrir hinu
íslenzka sjálfstæði. Og annar frægur íslenzkur sjálfstæðis leiðtogi, Bjarni
Jónsson frá Vogi, skrifar stillilega og kurteislega: “Það eina sem Danmörk
mundi tapa, ef ísland fengi fullan rétt sinn í persónusambandi' við hana,
væri forráðatilfinningin, sem hún hefir nú gagnvart okkur. En ef Dan-
mörk færir hér siðalögmálið (etiken) inn á svið stjórnmálanna, þá verður
danska þjóðin brautryðjandi þar og hlýtur heiður og viðurkenningu fyrir
göfugt verk, sem menn ekki gjarnan vilja gjöra sjálfir, en viðurkenna
áreiðanlega hjá öðrum. í öðru lagi mundi hún öðlast verulega vináttu
íslendinga og með því möguleika til að halda verzlunarsamböndum sínum
við ísland, sem annars hvíla á veikum grundvelli.-------Eg hefi óbifan-
legt traust á mannkærleika hinnar dönsku þjóðar. En þó allt sameini sig á
móti okkur, þá er eg viss um að íslendingar halda baráttunni' áfram heiðar-
l)Indriði Einarsson skrifaði mér um hinn nýja ráðherra: “Herra Björn Jónsson er
mikilhæfasti maður Islands og hefir verið það lengi. Hann er talinn af mörgum uru
alla Skandinavíu mestur allra núlifandi Islendinga. Vinnuþrek hans nálgast hið ótrú-
lega, og hann hefir starfað i íslenzkum stjórnmálum í 30 ár. Hann er mikilsvirtur i
flokki sínum vegna síns sérstaka dugnaðar, áreiðanleika og heiðarleika”. (Acta Is*-
Lundb., B, 1909 18. Mars, Indriði Einarsson).