Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Qupperneq 111
ÞJÓÐRÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
93
lega og á þingræðisgrundvelli, en með þolgæði og festu, því sjálfstæðis-
þráin er runnin þeim í merg og blóð, og sjálfstæði er lífsskilyrði fyrir
þjóðerni vort.”1 * * * *)
Litlu síðar urðu aftur ráðherraskifti á íslandi. Alþingi samþykti 1911
- jafnframt því sem það lagði að nýju fram andmæli gegn gildi laganna
fi'á 1871 — frumvarp til stjórnarskrárbreytingar. Þessi breyting fór
fram á það að konungur ynni eið að stjórnarskrá íslands og að fram-
vegis skyldu settir þrír ráðherrar (þar á meðal einn forsætisráðherra);
ennfremur skyldu konungkjör þingmanna til efrideildar falla úr lögum og
kosningaréttur og kjörgengi veitt konum sem karlmönnum. f frum-
varpinu var ákvæðið, um að konungur skyldi bera upp fslandsmál í ríkis-
váði Dana, numið burtu. Þetta frumvarp átti að ræða að nýju á auka-
t’ingi árið 1912.
Hvort sem málið er skoðað frá íslenzku sjónarmiði eða frá hinu
danska sjónarmiði, er Knud Berlin barðist fyrir — sem sé alveg óviðkom-
andi því hvort lögin frá 1871 voru bindandi eða ekki — hlýtur niðurstaðan
að verða sú, að ákvæðið um það, hvar konungur undirskrifi íslenzk lög,
sé eigi að finna í íslenzku stjórnarskránni. Ef menn eins og Knud Berlin
Sanga út frá því, að þessi lög hafi verið bindandi fyrir fsland, þá hafði
ísland engan rétt til að setja ákvæði um, hvað bæri eða hvað bæri ekki að
gjöra í danska ríkisráðinu. Því það hefði í þessu tilfelli verið sameiginleg
stofnun, og í sameiginlegum málum hafði ísland einmitt samkvæmt þessum
1) Bjarni Jónsson frá Vogi: Om islandsk kunst og politik, Kristiania 1910. — Rétitar-
staða íslands var mjög misskilin í hinum skandinavisku löndum. T,il kennaraþings í
Stokkhólmi 1910 var íslendingum boðið sem Dönum, þótt Finnland, sem þá lá undir
R-ússlandi, hefði þar sérstaka finnska fulltrúa. Hinn íslenzki viðskiftaráðunautur, sem
jslenzkur embættismaður, sendi formanni þingsins, þáverandi yfirdirektör B. J.
■pergquist, embættisbréf. Beðið var um að senda svar við því til skrifstofu hins
islenzka ráðuneytis í Kaupmannahöfn, en þegar það kom ekki, sendi viðskiftaráðu-
nautur 19/7 nýtt bréf, þar sem hann segir meðal annars: “Eg skrifaði yður fyrir
uokkru og spurði, hvort eg gæti komið fram fyrir Islands hönd á kennaraþinginu í
“tokkhólmi. Þér hafði ekki svarað spumingu minni, og það verð eg að skoða sem
eitun. Að eg hefði getað tekið þátt í því sem Dani, var mér áður ljóst. En það var
sk mín, að allir mínir skandinavisku stéttarbræður álitu Island menningarlega sjálf-
art °S jafn rétthátt og hin löndin, og að þeir sýndu það i verkinu með því að leyfa,
Island hefði fulltrúa á kennaraþinginu eins og Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finn-
iand; en að þeir blönduðu okkur ekki saman við stéttarbræður 'okkar frá Danmörku.
v®r skandinaviskur kennari hlýtur að vita, að þetta er hægt að gjöra, án þess að það
ýergi álitin pólitísk ókurteisi gagnvart Danmörku eða afskifti af stjórnmáladeilunni milli
r'anmerkur og Islands. Sem fulla sönnun á þessu sendi eg yður hérmeð hin þýðingar-
mestu íslenzku lög um kennslumálin, þar sem þér getið séð, að við erum fullkomlega
haðir á þessu sviði, þareð við þ. e. Alþingi vort setur lög bæði viðvíkjandi háskóla
°S öðrum skólum. Engum dönskum manni mundi detta í hug að styggjast af
?Vl> Island að þessu leyti væri skoðað sem hliðstætt hinum skandinavisku menn-
hgarþjóðunum; en þjóðernistilfinning okkar er særð, ef þetta er ekki gjört. 1 þetta
*hn verður of seint að bæta úr þessu; en eg vil fara fram á það við hina leiðandi menn, að
stUa attlu£t> hvort þeir í framtiðinni geti ekki boðið islenzku kennarastéttinni sjálf-
tök m Þátttöku við þesskonar tækifæri. Annars verðum við útilokaðir frá allri þátt-
19in' Þetta bréf bar heldur engan árangur. (Acta Isl. Lundb., B, 12. og 20. Júli
frá v*16'3 Vlðla£ðri afskrift af bréfi frá 19. 3. 10 til herra Bergquists, Bjarni Jónsson