Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 113
ÞJÓÐRÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
95
Það urðu að nýju ráðherraskifti á fslandi og Hannes Hafstein varð
ráðherra í annað sinn.
Hið áðurnefna frumvarp var ekki lagt fyrir aukaþingið, sennilega
vegna þess að það hefði orðið erfitt að ná samkomulagi milli hinna nýju
flokka um einstök atriði frumvarpsins. Þegar Hannes Hafstein í árslok 1912
dvaldi í Kaupmannahöfn hélt hann ráðstefnur með dönsku stjórninni um
raöguleikann á því að taka upp samninga um nýjan dansk-íslenzkan sátt-
mála. Frá Dana hálfu var lögð áherzla á, að nefndarfrumvarpið 1908 hafði
verið felt á íslandi og það gæti því fyrst komið til mála að Danmörk tæki
málið upp aftur, þegar nýtt frumvarp frá Alþingi lægi fyrir. Eftir heim-
komu sína reifði Hafstein málið við marga Alþingsmenn, og birti frum-
varp, er var árangur af samningunum í Danmörku. Komandi Alþingi átti
að ákveða, hvort þjóðaratkvæði skyldi greitt um frumvarpið eða hvort efnt
skyldi til nýrra kosninga. Mörg helztu blöð íslands álitu frumvarpið óað-
gengilegt i)
Sumarið 1912 urðu konungsskifti vegna dauða Friðriks konungs 8.
(15. maí). Ráðherra var tilkynt þetta fyrir hönd fslands á þessa leið:
“Jafnframt því að biðja yður í mínu nafni að flytja hinni íslenzku þjóð þá
sorgarfregn, að minn ástfólgni faðir Friðrik konungur 8., sem bar ísland
svo mjög fyrir brjósti, andaðist skyndilega í gær, og að eg þá samkvæmt
lögum um ríkisferðir hefi tekið konungdóm, bið eg yður einnig að flytja
íslendingum mína konunglegu kveðju og mínar innilegustu óskir um fram-
tíð íslands og gæfu. Kristján R.”
ísland hyllti hinn nýja konung sinn með skrifi frá Alþingi, er ráð-
herra flutti konungi, þar sem Alþingi einnig lét í ljósi von sína um nýjan
sambandssáttmála, hagkvæman fyrir bæði löndin.
Fánadeilan olli innbyrðis æsingum og átti mikinn þátt í að draga
saman flokkana að minnsta kosti til bráðabirgða. Hinn viðurkendi fáni
íslands var danski fáninn, en lengi hafði sérstakur blá-hvítur fáni verið
n°taður. í júní 1912 fór róðrarbátur með eiganda sinn, kaupmann nokk-
Ul;'n, fram hjá dönsku strandgæzluskipi, er lá á Reykjavíkur-höfn. Róðrar-
báturinn hafði íslenzka fánann í skut. Danski skipstjórinn tók bátinn
fastan, kallaði eiganda um borð og gjörði íslenzka fánann upptækan. Út af
Þessu urðu æsingar, fyrst í Reykjavík, síðar um allt land. Við hátíðleg
bekifæri var danski fáninn jafnan dreginn upp á fjölda af húsum í Reykja-
Vl^> en nú var hinn íslenzki tekinn í staðinn og var nú dreginn upp um allan
g^g^varpið var m. a. birt í “Lögréttu” (Acta Isl. Lundb., A, hluti 14, bls. 63).
nú h Un ^aisielns ráðherra á málinu kemur í ljós í eftirfylgjandi bréfi til mín: “Eg fer
e eftir að hafa staðið í samningum um sambandsmálið. . . . Fyrir mitt leiti legg
Dan - 1 UPP ur fullveldisspursmálinu út af fyrir sig. Við þurfum ekki fullveldi á
Han UnUm Ueldur sjálfstæði í veruleikanum. (Acta Isl. Lundb., B, 26. nóvember 1912,
fnii„n?j ^afsteillk —• Eg er í þessu ekki á sama máli og Hafstein. Island varð að fá
ve‘ di sitt viðurkent bæði de
jure og an re.