Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 116
98
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
átt að vera það ljóst að þau skilyrði fylgdu áður en það samþykti frum-
varpið að nýju. Hann hvatti ráðherrann til að leita samninga við Alþingi
um málið.
Ráðherrann svaraði: “Eg get ekki viðurkent, að staða íslands gagn-
vart Danmörku — hvort sem litið er á hana út frá sögulegri eða eðlilegri
þróun — sé þannig, að hún gjöri það nauðsynlegt, að íslenzk mál séu borin
upp í ríkisráðinu, og eg get heldur ekki viðurkent, að spurningunni, hvort
íslenzk mál skuli borin upp í ríkisráðinu eða utan þess, beri að svara með
tilliti til annars en íslands.”
Þareð konungur ekki gat staðfest stjórnarskrána á grunvelli Alþingis-
samþyktarinnar, sagði ráðherra af sér, eftir að hafa borið upp nokkur önn-
ur mál. Þvínæst var samþykt Alþingis um gjörð íslenzka fánans borin
upp (raunar hin sama sem gjörð fánans varð eftir að ísland varð sjálfstætt
ríki' 1918). Konungur svaraði, að hann ætlaði — þar sem ekki hefði náðst
samkomulag um gjörð fánans á íslandi — að ráðfæra sig við íslenzka
stjórnmálamenn bæði um ríkisráðsmálið og fánann.
Þar næst lagði ráðherra fram lausnarbeiðni sína, og konungur sam-
þykti hana.D
Þegar ráðherra kom heim, samþyktu þingmenn sjálfstæðisflokksins
(meirihluti Alþingis) embættisrekstur hans í ríkisráðinu 30. nóvember.
Þrír menn úr þessum flokki voru kvaddir af konungi til Kaupmannahafnar
til samningsgjörðar. Það voru próf. jur. Einar Arnórsson, málaflutnings-
maður Sveinn Björnsson og próf. med Guðm. Hannesson. Við fyrverandi
ráðherra, Hannes Hafstein, formann heimastjórnarflokksins, hafði kon-
ungur áður ráðgast, er hann (Hafstein) dvaldi í Kaupmannahöfn. Við-
víkjandi heimboði konungs til hinna þriggja fulltrúa sjálfstæðisflokksins,
ákvað aðalnefnd flokksins, að þeir skyldu sjálfir ákveða, hvort þeir vildu
þiggja heimboðið eða ekki, svo það væri ljóst að þeir hefðu ekkert umboð
til að semja í nafni flokksins eða binda hann.
Prófessor Einar Arnórsson var útnefndur ráðherra. Þá var stjórn-
arskráin samþykt. Þar var ákveðið, að íslandsmál skyldu lögð fyrir
konung, “þar sem hann sjálfur ákvæði.”
Eftir beiðni íslandsráðherrans gaf konungur þvínæst út tvær yfirlýs-
ingar, meðundirritaðar af ráðherranum, og var efni hinnar fyrri, að íslenzk
lög og þýðingarmikil stjórnarskjöl skyldu verða lögð fyrir hann í danska
ríkisráðinu, hin síðari ákvað gjörð íslenzka fánans. Að bæði málin voru ein-
göngu íslenzk, kemur greinilega í ljós með því, að þetta fór fram eftir
beiðm íslandsráðherra og var meðundirritað af honum. Frá réttarfarslegu
1) Fundargjörðin var öll birt í hinu -opinbera danska málg-agni “Berlingske Tidende”
(1. 12. 1914, Acta Isl. Limdb., A, hluti 17, bls. 35).