Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 117

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 117
ÞJÓÐRÉTTARSTAÐA ÍSLANDS 99 sjónarmiði hefði ekkert verið >ví til fyrirstöðu, að breyta báðum málunum með nýjum konungsúrskurði. Með hinni nýju íslenzku stjórnarskrá var ný veruleg breyting gjörð á ríkisborgararéttinum. Eg er þar fyllilega á sama máli og Knud Berlin, þótt skoðanir okkar fari ekki saman um rétt íslands í því efni. Samkvæmt íslenzku stjórnarskránni var gjörður munur á þeim, sem fæddir eru á ís- landi, og öllum öðrum. Þeir fyrri höfðu kosningarrétt, ef þeir höfðu haft fastan bústað í hlutaðeigandi kjördæmi í eitt ár. Allir aðrir þurftu ekki einungis að uppfylla þessi skilyrði', heldur líka að hafa búið á íslandi hin síðustu 5 ár. Til þessa síðari flokks töldust allir, sem ekki voru fæddir á íslandi, líka danskir ríkisborgarar. Danskir ríkisborgarar voru þar með alveg gjörðir jafnir útlendingum. Samkvæmt lögum, er staðfest voru af konungi árið 1917, fékk ísland þrjá ráðherra. Jón Magnússon var settur forsætisráðherra eftir að Einar Arnórsson hafði beðist lausnar. Strax eftir að hann var kominn til valda, lýsti hann því yfir, að stjórnin vildi vinna af öllum kröftum að því, að ís- lenzka þjóðin fengi fult vald yfir öllum málefnum sínum. Alþingi skipaði nefnd í neðri deild, er skyldi semja tillögu um, “hvaða ráð eigi að taka, til hess að fá öll okkar málefni í eigin hendur og sjálfstæði okkar viðurkent eins fljótt og mögulegt er”. Flytjendur voru Bjarni Jónsson frá Vogi, Gísli Sveinsson, hinn fyr- verandi ráðherra Einar Arnórsson og Magnús Pétursson. Hinn síðast- nefndi lét svo um mælt í umræðunum um málið á Alþingi, að ísland væri nú komið nálægt takmarki sjálfstæðisins, þar sem landið hefði fengið full umráð yfir málefnum sínum, þótt ekki hefði það ennþá fengið fult sjálf- stæði. Nú sé því mest um vert, að vinna að því, að sjálfstæðið verði ekki takmarkað aftur, eftir stríðið. “Eg býst við því,” sagði hann, “og það gjöra einnig margir menn mér fróðari og getspakari um slíka hluti, að Þegar friður verður saminn, muni þjóðirnar koma sér saman um einhverja Þá skipun landa og ríkja í Norðurálfunni, sem ætluð verði til frambúðar, og ^uni erfiðara ef ekki ómögulegt síðar meir að fá komið til leiðar nokkurri breytingu á þeirri skipun. Við væntanlega friðarsamninga getur því orðið tækifæri til þess að fá öllum kröfum okkar framgengt, bara ef við stöndum aUir saman of höfum lag á að koma ár okkar fyrir borð. Að þá sé tæki- færið er margt sem bendir til þess, og þá ekki sízt það að nú er los á öllum landa og ríkja samböndum og stóru ófriðarþjóðirnar, sem mestu hljóta að ráða um slíkt, hafa hvað eftir annað lýst því yfir að smáþjóðirnar eigi sjálfar að ráða samböndum sínum og stjórn og að hvert þjóðerni hafi þar Jafnan rétt til þess að segja til hvernig það vilji að því sé stjórnað. Það Vlrðist því liggja í augum uppi að þar með sé viðurkent, að vér sjálfir höfum rétt tii að kveða á um það hvort vér viljum vera í sambandi við onnur ríki eða standa einir. — íslendingar munu nú allir hafa sannfærst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.