Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 127
ÞJÓÐRÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
109
Nafnið “sáttmáli” á samningnum þótti dönsku nefndinni, sennilega af
samkomulags ástæðum óheppilegt. f stað þess bar hún upp frumvarp til
‘‘dansk-íslenzkra sambandslaga”, sem átti að ganga í gildi, eftir að Ríkis-
)>ing og Alþingi hefðu samþykt þau og konungur staðfest þau.D
Fyrsta grein þeirra var svohljóðandi:
“Danmörk og ísland eru frjáls og sjálfstæð ríki, sem eru í sameiningu
um sameiginlegt konungsvald og sameiginlegan ríkisborgararétt, og sem
SJört hafa samning um sameiginleg utanríkismál, landvarnir, gunnfána,
^nynt og æðsta dómsvald.”1 2 *)
I Sérstaklega óvenjulegt var ákvæðið um sameiginlegan ríkisborgara-
rétt. Það áttu sem sé ekki að vera neinir sérstakir danskir eða íslenzkir
Þegnar. Nýr dansk-íslenzkur þegnskapur hefðr þá verið stofnaður, og þar
með einnig sjálfstætt yfirríki með hinum ósjálfstæðu undirríkjum íslandi
°g Danmörku.
í danska frumvarpinu var ekkert uppsagnarákvæði, en aftur á móti
akvörðun um, að endurskoðun gæti átt sér stað, en þó í fyrsta lagi 20 árum
eftir að lögin hefðu gengið í gildi.
Sem svar við danska frumvarpinu bar íslenzka nefndin upp nýtt frurr
varp,3) þar sem þ£n komst svo að orði: “Þar sem fram hefir komið í
umræðum hinna dönskii og íslenzku nefndarmanna frá báðum hliðum, að
sambandið milli íslands og Danmerkur skuli vera þjóðréttarlegt þ. e. vera
bygt á samningum tveggja fullvalda jafnrétthárra ríkja, hvort sem þeir
samningar eru að forminu til sáttmáli eða lög, getum vér til samkomulags
t talið gjörlegt að láta samningana heita “sambandsgjörning” á íslenzku og
Forbundsakt” á dönsku. Inn í frumvarp þetta hafði verið bætt uppsagnar
skilyrði.
I
Danir báru fram nýtt frumvarp til sambandslaga, í þetta skifti líka
^eð uppsagnarákvæði; og nú var ákvæðið um sameiginlegan ríkisborg-
ararétt tekið burtu.
Að síðustu undirskrifuðu allir meðlimir beggja nefndanna hin núgild-
andi sambandslög, — sáttmála, — sem ákveður stöðu landanna hvort
gagnvart öðru.
Þau eru svolhjóðandi:4)
I.
1. gi’.
Danmörk og ísland eru frjáls og fullvalda ríki, í sambandi um einn og
1 íEinnig slik sambandslög eru sáttmáli; meira um það síðar.
2)Aktstykker bls 36. 3)Aktstykker bls. 39.
4)Aktstykker bls. 64. “Stjórnarlög Islands,” Handbók Alþingis, Reykjavík 1920, bls. 1.