Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 128
110
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sama konung og um samning þann, er felst í þessum sambandslögum. Nöfn
beggja ríkja eru tekin í heiti konungs.
2. gr.
Skipun konungserfða er sú, er segir í 1. og 2. gr. konungserfðalaga
frá 31. júlí 1853. Konungserfðum má ekki breyta, nema samþykki beggja
ríkja komi til.
3. gr.
Ákvæði þau, er gilda nú í Danmörku um trúarbrögð konungs og lög-
ræði, svo og um meðferð konungsvalds þegar konungur er sjúkur, ólögráður
eða staddur utan beggja ríkjanna, skulu einnig gilda á íslandi.
4. gr.
Konungur getur ekki verið þjóðhöfðingi í öðrum löndum án sam-
þykkis ríkisþings Danmerkur og Alþingis fslands.
5. gr.
Hvort ríki fyrir sig setur ákvæði um greiðslu af ríkisfé til konungs og
konungsættar.
II.
6. gr.
Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti sama réttar á íslandi sem
íslenzkir ríkisborgarar fæddir þar, og gagnkvæmt.
Ríkisborgarar hvors lands eru undanþegnir herskyldu í hinu.
Bæði danskir og íslenzkir ríkisborgarar hafa að jöfnu, hvar sem þeir
eru búsettir, frjálsa heimild til fiskiveiða innan landhelgi hvors ríkis.
Dönsk skip njóta á íslandi sömu réttinda sem íslenzk skip, og gagn-
kvæmt.
Danskar og íslenzkar afurðir og afrek skulu gagnkvæmlega eigi að
neinu leyti sæta óhagkvæmari kjörum en nokkurs annars lands.
III.
7. gr.
Danmörk fer með utanríkismál mál íslands í umboði þess.
i Utanríkisstjórnarráðinu skal skipa eftir ósk íslenzku stjórnarinnar
og í samráði við hana trúnaðarmann, er hafi þekkingu á íslenzkum högum,
til þess að starfa að íslenzkum málum.
Nú er einhversstaðar enginn sendiherra eða sendiræðismaður, og skal
þá skipa hann eftir ósk íslenzku stjórnarinnar og í samráði við hana, enda
greiði ísland kostnaðinn. Með sömu skilyrðum skal skipa ráðunauta með
þekkingu á íslenzkum högum við sendisveitir og ræðismannaembætti þau,