Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 130
112
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
14. gr.
Ríkissjóður Danmerkur greiðir 2 miljónir króna, og skal stofna af
þeim tvo sjóði, hvorn að upphæð 1 miljón króna, í því skyni að efla andlegt
samband milli Danmerkur og íslands, styðja íslenzkar vísindarannsóknir og
aðra vísindastarfsemi og styrkja íslenzka námsmenn.
Annar þessara sjóða er lagður til háskólans í Reykjavík en hinn til
háskólans í Kaupmannahöfn.
Nánari fyrirmæli um stjórn og starfsemi sjóðanna setur konungur
eftir tillögum stjórnar hvors lands, að fengnu áliti háskóla þess.
15. gr.
Hvort land fyrir sig ákveður, hvernig hagsmuna þess sjálfs og þegna
þess skuli nánar gætt í hinu landinu.
16. gr.
Stofna skal dansk-íslenzka ráðgjafarnefnd, sem í eru að minnsta kosti
6 menn, annar helmingur kosinn af Ríkisþingi Danmerkur og hinn helm-
ingurinn af Alþingi íslands.
Sérhvert lagafrumvarp, sem varðar nánari meðferð mála þeirra, er um
ræðir í sambandslögum þessum, og lagafrumvörp um sérmál annarshvors
ríkisins, sem einnig varða hitt ríkið og stöðu og réttindi þegna þess, skal
hlutaðeigandi stjórnarráð leggja fyrir nefndina til álita áður en þau eru
lögð fyrir Ríkisþing eða Alþingi, nema það sé sérstaklega miklum vand-
kvæðum bundið. Nefndinni ber að gjöra tillögur um breytingar á þeim
frumvarpsákvæðum, sem hún telur koma í bága við hagsmuni annarshvors
ríkisins eða þegna þess.
Nefndin hefir ennfremur það hlutverk, annaðhvort eftir tilmælum
stjórnanna eða af eigin hvötum, að undirbúa samning lagafrumvarpa, er
miða að samvinnu milli ríkjanna og samræmi í löggjöf þeirra, og að taka
þátt í samvinnu um sameiginlega löggjöf á Norðurlöndum.
Nánari fyrirmæli um tilhögun og starfsemi nefndarinnar setur kon-
ungur eftir tillögum frá stjórnum beggja landa.
17. gr.
Nú rís ágreiningur um skilning á ákvæðum sambandslaga þessara,
sem stjórnirnar geta ekki jafnað með sér, og skal þá skjóta málinu til
gjörðardóms 4. manna, og kýs æðsti dómstóll hvors lands sinn helming
þeirra hvor. Gjörðardómur þessi sker úr ágreiningnum og ræður afl
atkvæða. Ef atkvæði eru jöfn, skulu úrslitin falin oddamanni, sem sænska
og norska stjórnin á víxl eru beðnar að skipa.
VI.
18. gi'.
Eftir árslok 1940 getur Ríkisþing og Alþingi hvort fyrir sig hvensei-
sem er krafist, að byrjað verði á samningum um endurskoðun laga þessara.