Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 134
116
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þeirra til sjálfsforræðis. Hitt væri yfirgangur, ef vér færum að neyða
umboðsstjórn upp á íslendinga, í óþökk þeirra, á grundvelli sögulegs
dansk-íslenzks ríkjasambands, sem lengi hefir verið vafasamt.1)
Fyrverandi forsætisráðherra J. C. Christensen, er hafði verið formaður
nefndarinnar frá 1908, talaði einnig um Gamla Sáttmála,2) og kvað engan
vafa á því, að hann styrkti málstað fslendinga; en hann lét svo um mælt,
að hann gæfi íslendingum engan lagalegan rétt til þess að krefjast þeirrar
í’éttarstöðu, sem þeir nú óskuðu. Þó stakk hann upp á því, að samþykkja
samninginn við íslands, og sagði m. a.: “Vér setjum von vora á sjálfs-
ákvörðunarrétt þjóðanna og viljum að hann gildi í málefnum vorum; en
jafnframt gætu þá önnur ríki bent á, að vér ættum í harðri baráttu við
sjálfstæða þjóð, sem vér hefðum staðið í sambandi við í 500 ár.”
Þá tóku ræðumenn íhaldsflokksins, meðal þeirra próf. dr. Axel Möller,
til máls um frumvarpið, sérstaklega 2. og 6. gr. Möller taldi sambands-
lögin vera brot á stjórnskipunarlögunum.3 4 5) Þjóðþingið skipaði 15 manna
nefnd í málið. Meirihlutr hennar samþykti frumvarpið óbreytt. Tveir
nefndarmenn, annar þeirra próf. Möller, vildu fella það. Auk hinna fyr-
nefndu greina var minnihluti nefndarinnar á móti þeim greinum frum-
varpsins, er fjölluðu um utanríkismálin, dansk-íslenzku nefndina og upp-
sögn sambandslaganna (§7, 16 og 18) A)
Sambandslögin voru samþykt í þjóðþinginu með 100 atkvæðum gegn
20.5) f landsþinginu voru lögin ekki setta í nefnd, en samþykt eftir
langar umræðum með 42 atkvæðum gegn 15.6)
Sambandslögin voru undirrituð af konungi, og með því var sáttmálinn
milli ríkjanna staðfestur.
Fullveldi íslands var kunngjört opinberlega 1. desember. Við það
tækifæri mælti Eggerz ráðherra: “Hans hátign konungurinn hefir stað-
fest sambandslögin í gær og í dag ganga þau í gildr. ísland er orðið viður-
kent fullvalda ríki. Þessi dagur er mikill dagur í sögu þjóðar vorrar. Þessi
dagur er runninn af þeirri baráttu, sem háð hefir verið í þessu landi allt að
því í heila öld. Hún hefir þroskað oss, þessi barátta, um leið og hún hefir
skilað oss upp að takmarkinu.
(Framhald á næsta ári).
1) Folketingets Forhandlinger 1918 (eftirleiðis auðkent með: Folket. Forh.) bls. 1502.
2) Folket. Forh. bls. 1586 3)Folket. Forh. bls. 1612
4) Frumvarpið er prentað í Tillæg (viðbæti) B við Folket. Forh. bls. 50.
5) Folket. Forh. bls. 1842. 6)Landstingets Forhandlinger 1918, bls. 327.