Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 135
Um Hsdlm^Endlar<=’]hiP£^ETi
Eftir Pál S. Pálsson
Frá hraun-tánni mjóu eg hef mína ferð,
—í heiðríki og sólskini ferðast eg verð.—
Sem óráðin gáta er hið gráklædda hraun,
í grun minnar sálar er ofið á laun,
sem Barna-foss kveður við kletta og dranga:
“Það kunna svo fáir um hraunið að ganga”.
Að baki er hin fegursta bygð sem eg leit,
hin brosandi, sagn-ríka Hálsasveit,
Sem syrgjandi ástmey hún segir við mig:
Sorg býr í hrauninu, varaðu þig.
Barna-foss kveður við kletta og dranga:
“Það kunna svo fáir um hraunið að ganga”.
Um bænir og aðvörun hirði eg ei hót,
Því hraun-breiðan seiðandi blasir nú mót,
sem leyndardóm alda í einveru naut
og engum í heiminum kraup eða laut.
Barna-foss kveður við kletta og dranga:
“Það kunna svo fáir um hraunið að ganga”.
Svo hraða eg för yfir hraun-sprungna mergð,
en hrollur mig grípur, að vera á ferð
svo langt burt frá alfara vörðuðum veg,
því vor-þokan reynist oft hættuleg.
Barna-foss kveður við kletta og dranga:
“Það kunna svo fáir um hraunið að ganga”.
Það kvöldar. Nú sólin er hnígin í haf,
en hæðirnar ský-bólstrar færa í kaf,
og þokan hún læðist svo ly^msk og svo grá,
svo lamandi mjúk, og svo viðsjál og flá.
Barna-foss kveður við kletta og dranga:
“Það kunna svo fáir um hraunið að ganga”.
Hver hraun-gjá er orðin að opinni gröf
sem ógnandi gapir, og veitir mér töf,
en hálf-skinin beinagrind botninum frá
sig bugtar—og þegjandi starir mig á.
Barna-foss kveður við kletta og dranga:
“Það kunna svo fáir um hraunið að ganga”.