Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 140
122
TfMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
máli; og var það honum líkt: “Eg
vil ekki fara í mannjöfnuð,” sagði
hann).
Hefði eg verið einhversstaðar ann-
arstaðar en á íslandi, hefði eg efast
um gildi þeirra dóma sem svona hátt
hófu canadiskan bónda, sem aldrei
hafði nokkurrar skólamentunar not-
ið.
Eg keypti Andvökur. En aðrar
annir sviftu mig tækifæri til þess að
geta gefið mig við lestri þeirra ljóða
svo nokkru næmi næstu árin. Þegar
eg var beðinn að tala fyrir Ame-
ríska- Scandinaviska félagið, og að
velja eitthvert skandinaviskt ræðu-
efni, velti eg fyrir mér í huganum
einu eftir annað áður en eg komst
að nokkurri niðurstöðu. Eg er þakk-
látur hamingjunni fyrir það að eg
ákvað að tala um Stephari og að
nauðsynin til þess að búa mig undir
ræðuna veitti mér í fyrsta skifti
tækifæri til að sökkva mér niður í
verk hans.
í þessari ræðu hélt eg fram þeirri
skoðun sem felst í fyrirsögn þess-
arar greinar; og eg byrjaði með því
að lýsa því yfir að embættisbræður
mínir við Harvard sem væru sér-
fræðingar í amerískum bókmentum
mundu vafalaust verða á öðru máli
en eg; en eg hélt því fram samtímis
að eg stæði miklu betur að vígi en
þeir, ef við kappræddum þetta mál,
þar sem eg skildi þá tungu sem uppá-
halds höfundar þeirra skrifuðu á en
þeir skildu ekki mál þess manns, er
eg teldi mestan og fremstan.
Sigurður Nordal kallar Stephan:
“mesta skáld í nýlendum Breta”.
Prófessor Kirkconnell kallar hann:
“leiðandi skáld Canada” og eg sann-
arlega tel hann fremri; Poe, Whit-
man og jafnvel Emerson, sem eg
býst við að nefndur yrði til saman-
burðar af áður töldum embættis-
bræðrum mínum, ef til samjafnaðar
kæmi.
Mig langar til að taka það fram í
byrjun, að eftir mínum skilningi,
finst mér Stephan ekki dulur né
þungskilinn þrátt fyrir það að sá
er nálega einróma dómur þeirra er
um hann dæma. Mér finst hann vera
eins og öll önnur stórskáld—sem það
nafn verðskulda í raun og sannleika;
þau stórskáld sem eftir sig láta ljóð,
er lifa að þeim látnum; hann á það
sammerkt við þau að búningurinn á
við efnið eða innihaldið. Þess vegna
er djúphugsuð lífsspeki framsett á
hátíðlegu og glæsilegu máli, þar sem
notaðaif eru stórdregnar myndir, er
fæðst hafa af djúpu viti og háfleygu
ímyndunarafli' sveipaðar litklæðum
alls þess, er málið geymir þeim
myndum sérstaklega — myndum
hins skygna spámanns.
Að því, er mér finst eru hugsjóna-
gáfur Stephans slíkar að þær verða
einungis bornar saman við sjálfa
Völuspá.
Ágúst Bjarnason hefir lagt á-
herzlu á það að hann skari fram úr
sem Ijóðskáld. Sannarlega er ekki
hægt að finna neitt sem dýpra hríf-
ur en ljóðið: “Hver er allt af upp-
gefinn?” Ágúst telur hann einnig
framúrskarandi náttúruskáld og er
það ekki of sögum sagt; má því til
sönnunar færa hinar stórkostlegu
ljóðmyndir hans af hinum himin-
gnæfandi klettafjöllum, skamt frá
heimili skáldsins; hefir tæpast nokk-
urt skáld nokkursstaðar komist
lengi*a í þá átt.
í kvæðinu sem Stephan nefnir: